Hanna Þóra Heilsa Matargagnrýni Matur

XO – hollari matur á fínu verði

Við hjónin kíktum með litlu stelpuna okkur í smáralindina í gær en við höfðum dágóðan tíma til að rölta um og fá okkur eitthvað gott að borða meðan eldra barnið var í afmæli í smáratívolí. Við ákváðum að kíkja á XO en ég hafði ekki farið þanngað áður. Við greiddum fyrir alla máltíðina sjálf en mér finnst gaman að deila því sem gott er og þeir sem þekkja mig vita að ég er matarmegin í lífinu og fjalla mjög oft um mat og matargerð á snappinu mínu – Hannsythora  🙂

En aftur að XO í Smáralind:
18193436_786629548182415_8771060570753343853_o

Matseðillinn var mjög girnilegur og staðurinn snyrtilegur.

Við fengum strax góðar móttökur og vorum spurð hvort við höfðum komið áður og fegnum góðar útskýringar á því hvernig matseðilinn og súrdeigið þeirra er byggt upp.

00100dPORTRAIT_00100_BURST20180219173436127_COVER

Við enduðum á að panta okkur tvær flatbökur, aðra með humri en ég elska humarpizzur og hina með kjúkling og parma skinku sem er í öðru sæti hjá mér.

Það var nóg af barnastólum og barnamatseðillinn leit mjög vel út. Stór plús í kladdann þar!

00100dPORTRAIT_00100_BURST20180219174146667_COVER

Flatbökurnar voru virkilega góðar og mjög girnilegar á að líta.

00100dPORTRAIT_00100_BURST20180219174142807_COVER

Humarbakan kom með hvítlauksolíu til hliðar og var með mjög góðum steiktum sveppum og ruccola í miðjunni – Ljúffengt og flott!
MVIMG_20180219_174214
Alsæl með bökuna 🙂

Óhætt að mæla með þessari snilld 😉

þangað til næst
xoxo

Hanna

fjarda snap

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply