Beauty Lífið Tinna

Varanleg förðun – fyrir & eftir – augabrúnatattoo lagfært hjá Gyðu á Deluxe

 

Ég fékk mér augabrúnatattoo fyrir rúmum sjö árum síðan. Þetta var jurtatattoo sem ég fékk mér, sem ég myndi aldrei vilja í dag….eeen gott er að vera vitur eftir á er það ekki 😉 Málið með jurtatattoo er að það var alltaf sagt að þau færu af eftir einhver ár, en svo er bara alls ekki, liturinn breytist bara & dofnar….great!

Ég var aldrei fullkomlega ánægð með tattooið & það var líka ekki nógu vel gert, var m.a. vel skakkt.
Ég var bara hætt að sjá það sjálf & hefði átt að vera löngu búin að fara & láta laga það.

17156322_10154506116849422_8493875171345042448_n

Hér má VEL sjá hversu skakkar þær voru. Þessi til vinstri en mun neðar en hin. Auðvitað misjafnt eftir svipum sem maður er með & myndum, en þessi mynd sýnir einmitt mjög vel hversu skakkt það var!

17155925_10154506120494422_3716963874377077150_n

Hér sést líka hvað það var skakkt.

Ég er alltaf með milljón hluti á to-do listanum hjá mér en einhvernveginn voru augabrúnirnar alltaf mjög neðarlega á listanum þar sem augabrúnatattoo kostar alveg smá pening. En ég skil ekkert í mér að vera ekki löngu búin að láta laga þetta, þar sem ég er SVO ánægð núna!

Allavega, ég ákvað loksins að láta verða af því að laga það & í þetta skiptið vildi ég ekki bara fara hvert sem er heldur skoðaði ég vel það sem var í boði. Í dag er oftast verið að gera hair stroke eða microblading. Ég vissi að ég vildi hair stroke því microblading endist ekki jafn lengi. En mínar voru upprunalega ekki hair stroke heldur bara alveg fylltar þannig að ég vildi fá bara hair stroke yfir mínar, svona eins vel & hægt væri að fixa þetta ástand..

Ég skoðaði vel í kringum mig & leist best á að fara til hennar Gyðu á Deluxe. Hún er einn af eigendum Deluxe snyrti  – & dekurstofunnar í Glæsibænum & hafði ég heyrt margt gott um stofuna. Vinkona mín hafði farið til Gyðu í hair stroke & þá gat ég séð almennilega hvað þetta var virkilega flott & ákvað loksins að láta verða af því að panta mér tíma hjá henni.

Ég hafði aldrei hitt Gyðu áður en hún er rosalega mikill fagmaður & með mjög góða nærveru. Hún tekur sinn tíma í þetta & þegar ég átti tíma í seinni tímann hjá henni þá var ég sein & hún vildi frekar gefa mér nýjan tíma því hún vil aldrei flýta sér að vinna, ég fékk frekar að koma daginn eftir & þá á  réttum tíma 😉 Maður fer s.s. tvisvar, í seinna skiptið þá er þetta mun styttri tími þar sem þá er bara verið að fara aðeins yfir & bæta ef það er eitthvað sem þarf að bæta. Eftir seinni tímann sagði Gyða samt við mig að ef það er eitthvað sem ég væri ekki sátt með eða vildi láta laga, þá bara hefði ég samband & hún myndi laga það. Það er það sem mér finnst svo mikil snilld við hana, hún vill hafa viðskiptavininn 100% ánægðan en er ekki bara að hugsa þetta sem einhverja færibandavinnu þannig að hún er rosalega mikill fagmaður & leggur áherslu á að maður sé sáttur.

16939596_10154506095979422_6103637335698655998_n

 

Svona leit tattoið út áður en það var lagfært. Ég vildi láta þykkja þær þar sem mér fannst alveg vanta tattoo þarna til vinstri, sést vel að þar eru hár en ekkert tattoo.

17156297_10154506095849422_7645501438480662122_n

Ein önnur fyrirmynd.

Áður en hún gerir tattooið teiknar hún það upp með einhverskonar penna & maður er alveg með henni í því að plana hvernig þetta á að vera & hún byrjar ekkert fyrr en það er alveg búið að teikna mótunina alveg á þannig að maður sér alveg hvernig þetta mun c.a. líta út áður en hún byrjar! 🙂

16996310_10154506095954422_4198488591373935281_n

Gyða snilli & ég eftir fyrri tímann 🙂 

 

17098420_10154506097259422_3278114097667982897_n

Efri myndirnar eru fyrir & neðri eru teknar strax eftir fyrsta tímann.

 

En ég veit að það sem stoppar margar frá því að fara í svona tattoo er hræðslan um að þetta sé svo vont. Ég skil það svo sem alveg, ég meina tattoo í andlitið hljómar ekkert svaka vel. EN, mig langar bara að segja við ykkur sem eruð í pælingum að skella ykkur: þetta er alls ekki vont! Ég var stressuð að fara & hélt ég væri að fara í smá pyntingarbúðir haha, en svo var þetta svo ekkert mál & ég var svo ótrúlega fegin að hafa skellt mér loksins. Já ekki má gleyma því að maður er að sjálfsögðu deyfður með deyfigeli þannig að þegar það byrjar að kikka inn þá finnur maður lítið sem ekkert fyrir þessu.

Gott er að fara á svona þriggja ára fresti til þess að lagfæra augabrúnatattoo til að halda því flottu. Ég er búin að lofa sjálfri mér að skrattast núna á þriggja ára fresti til að láta fríska upp á tattooið mitt & ég SKAL standa við það.

Ég mæli svo innilega með að þær sem eru að spá í að fá sér hair stroke að láta verða af því, ég gæti ekki verið sáttari að hafa loksins skellt mér 🙂

Hér er heimasíðan hjá Deluxe þar sem má finna upplýsingar um verð & fleira sniðugt.

Hér er svo Facebook síðan þeirra 🙂

 

16939480_10154506099164422_7400745664793461958_n

Sjúklega ánægð með brúnirnar!

 

17098447_10154506097639422_8987545153175614386_n

Tók þessa mynd í gær, 13 dögum eftir seinni tímann. Er eiginlega alveg búið að jafna sig & ekkert hrúður eða neitt eftir 🙂

 

Færslan er gerð í samstarfi við Deluxe snyrti- & dekurstofuna í Glæsibæ.

 

TF

 Þið finnið  mig á snapchat: tinnzy88
& Instagram: tinnzy

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply