Aníta Börn og uppeldi Börnin Jól Lífið

Væri ekki gott ef jólasveinnin myndi leyfa foreldrunum að sjá um dýru gjafirnar í ár?

Nú mætir jólasveinninn til byggða eftir 2 daga og allir krakkarnir bíða með eftirvæntingu eftir óvæntum skógjöfunum þrettán sem stytta biðina fram til jóla. 

Í ár er fyrsta árið sem sonur minn mun átta sig á því hvort honum sé mismunað í samanburði við önnur börn. 

Hann er bara fjögurra ára gamall en samt skilur hann vel ef einhver fær flottari gjöf heldur en hann. 

Ég rakst á þetta bréf á Facebook sem örugglega margir foreldrar hafa séð nú þegar og er ég alls ekki að finna upp hjólið með þessari færslu. 

24852638_10156015225704452_6083841294095227789_n

Mig langar einfaldlega að minna okkur öll á að jólasveinninn mismunar ekki fólki eftir stétt, stöðu og peningum. 

Það er mikilvægt fyrir okkur foreldrana að vita að jólasveininum finnst gaman að gefa sokka, mandarínur, liti og litabækur og fleira í þeim dúr. 

Jólasveinnin hefur ekki efni á því að gefa öllum krökkunum Ipad eða rafmagnsbíl í skóinn og því væri gott ef hann gæti leyft foreldrunum um að sjá um þær gjafir um jólin. 

Endilega höfum þetta í huga kæru foreldrar!

aníta

ANITAEH

Snap: anitaeh

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply