Jæja..looooksins erum við Arnór bæði búin með skólann. Hann útskrifaðist í desember úr Rafvirkjanum frá Tækniskólanum & ég núna síðasta laugardag úr Ferðamálafræði frá Háskóla Íslands.
Síðustu mánuðir hafa verið geðveiki….ef ég á að reyna útskýra hvernig þetta hefur verið þá er geðveiki eina orðið sem passar því við vorum við það að bugast á ástandinu svona í lokin. Það var brjálað að gera á síðustu önninni hjá okkur & svo byrjaði Arnór í janúar nokkrum vikum eftir útskrift í undirbúningsnámskeiði fyrir sveinsprófið sem hann tók svo núna í febrúar. Hann fór út kl: 7:30 á morgnanna í vinnuna & kom heim um kl: 22:30 á kvöldin eftir námskeiðið & var það svoleiðis í rúmar 3 vikur, svo tók sveinsprófið við í nokkra daga & þá var ástandið eins nema Arnór var fárveikur í þokkabót!
Ég er svo þakklát & fegin að við drössluðum okkur í gegnum þessi nám okkar & eignuðumst líka þessi tvö dásamlegu börn okkar í millitíðinni! <3
Ég tók mér aldrei pásu frá náminu & því tók ég í raun aldrei neitt fæðingarorlof þannig séð & ég mæli ekkert sérstaklega með því!
Ef/þegar við Arnór eignumst annað barn þá ætla ég að taka eitt ár í fæðingarorlof & einbeita mér BARA að því!
En allavega, við héldum sameiginlega veislu & partý hérna heima á laugardaginn. Buðum systkinum, foreldum & ömmum & öfum í kaffi um daginn & svo héldum við partý um kvöldið. Það var svo ótrúlega gaman hjá okkur! Ég er mjög fegin núna að hafa ekki farið með liðinu í bæinn þar sem seinasta fólkið var að týnast út um 2 leytið, ég er yfirleitt alveg 100% all in & til í bæinn en vá hvað það var gott að fara bara að sofa & vöknuðum við foreldrarnir lítið þunn á sunnudeginum þar sem við vorum barnslaus & gátum því sofið til 10 morguninn eftir 😉
Áður en við eignuðumst börnin var það að sofa út kannski til kl: 13 eða 14..núna er 10 bara svakalegt þar sem maður er vanur að vakna 7 alla daga haha 🙂
En ég skellti mér á kransakökunámskeið hjá Blómavali undir leiðsögn Halldórs bakara & konditor fyrir útskriftina & ég bara verð að fá að mæla með því. Við erum að tala um það að mér hefur alltaf fundist kransakaka viðbjóður, já ég er ekkert að ýkja. En svo var mér boðið að koma á kransakökunámskeið & það vildi svo skemmilega til að námskeiðið var á miðvikudeginum fyrir útskriftina þannig að mér fannst tilvalið að fara & bjóða upp á kransaköku í kaffinu hjá okkur, þó svo að ég hefði ekki áhuga á kransaköku.
Síðan var þetta þannig að við fegnum smakk á námskeiðinu & ég er viss um að ég hafi hámað mest í mig af þessu smakki haha, mér hefur aldrei fundist svona gott áður, en þessi massi er fluttur inn & hann er víst eitthvað aðeins öðruvísi & bara vá ég er svo ánægð því kransakakan var sjúklega góð..namm! Þannig að núna er ég team kransakaka eftir þetta námskeið & ég bara hlakka til að ferma eftir eitthvað um 10 ár svo ég geti skellt mér aftur á námskeið 😉
Ég mæli svo innilega með þessu námskeiði fyrir alla! Það töluðu allir gestirnir okkar um hvað kakan væri góð!
Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.
Kransakakan sem ÉG gerði! 😀
Við buðum nánustu fjölskyldumeðlimunum í kaffi 🙂
Partýgestirnir fóru ekki þyrstir heim 😉
Ein af mér mömmu & pabba. Það var alltaf einhver eins & fáviti haha. Mamma með lokuð augun.. <3
Gjafirnar sem við fegnum voru ekkert grín, við erum svo ánægð að við erum að springa! 🙂 Fengum peninga, gjafabréf & fullt af flottum glansmynda-snobb vörum sem mér finnst alveg ofboðslega fallegar 😉 <3
Er svo ánægð með þessar fallegu gjafir! 🙂 TAKK fyrir okkur! <3
En já, langar líka að skella inn nokkrum myndum sem Camilla snillingur & Fagurkeri náði af nokkrum í partýinu! 🙂
Óli bró, Adam bró, Bella mágkona & Elsa mágkona <3
Karen frænka & Halldór kærasti hennar 🙂
Þórey frænka, Erla Kolbrún & Hanna Þóra 🙂
Didda & Jenný! <3
Karen, Þórey & ég í smá selfie sessioni 😉
Silja Hanna vinkona & ég <3
Arnór minn & ég 🙂
Hressleiki daginn eftir haha!
2 Comments
Jenný Lind
23. February, 2017 at 2:48 pmElska þig og bloggin þín 😀 😀 Hlakka til næsta partýs lover!!
Tinna Freysdóttir
23. February, 2017 at 5:30 pmTakk fyrir & sömuleiðis mín kæra! :* <3