Lífið Matur Matur og vín Ritstjórn

Út í Bláinn

Okkur Fagurkerum bauðst að heimsækja veitingastaðinn Út í Bláinn í gær sem er staðsettur á fimmtu hæð í Perlunni. 

Veitingastaðurinn var nýlega opnaður eftir miklar framkvæmdir og er vægast sagt glæsilegur.
Útlitið á staðnum er virkilega hreinlegt og nútímalegt og ekki skemmir fyrir dásamlega útsýnið yfir alla borgina. 

Maturinn sem framreiddur er á staðnum er léttur og ferskur og fórum við allar vel saddar út eftir máltíðina. Besti rétturinn sem stóð algjörlega uppúr var Rabbabarapæj sem við pöntuðum okkur í eftirrétt. 
Úrval rétta var gott og gátum við allar pantað okkur eitthvað sem okkur líkaði.
Vínlistinn var einnig vel útilátinn og áttum við í mestu vandræðum með að ákveða hvaða vín okkur langaði að hafa með matnum en þar kom þjónninn inn og bjargaði okkur með vel völdu víni. 

21198339_10213920130667570_1365670579_o  21198452_10213920134347662_328523749_o  21198471_10213920130587568_1008729688_o  21215944_10155433122671413_474648629_o  21216096_10155433122956413_1981281492_o  21244814_10154651428981750_1528944282_n (1)21246110_10213920135227684_1283268160_o  21245817_10213920133867650_1583293431_o  21247840_10213920131947602_1976269389_o  21267689_10155433123256413_1171829608_o  21267853_10213920131667595_1237609583_o  21247987_10155433123196413_1176476873_o21245730_10213920130507566_1836162253_o  21247785_10154909675913008_386084174_o  21247778_10155433123016413_1430436374_o  21245749_10155433122726413_1110571186_o   21198459_10154651429096750_375887579_o   21216320_10155433123316413_1116855692_o  21222764_10213920128427514_1451551147_o

Við hjá Fagurkerum gengum vel sáttar og sælar út eftir yndislegt kvöld saman og munum bókað heimsækja staðinn aftur!

Takk kærlega fyrir okkur, 

Fagurkerar

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply