Okkur Fagurkerum bauðst að heimsækja veitingastaðinn Út í Bláinn í gær sem er staðsettur á fimmtu hæð í Perlunni.
Veitingastaðurinn var nýlega opnaður eftir miklar framkvæmdir og er vægast sagt glæsilegur.
Útlitið á staðnum er virkilega hreinlegt og nútímalegt og ekki skemmir fyrir dásamlega útsýnið yfir alla borgina.
Maturinn sem framreiddur er á staðnum er léttur og ferskur og fórum við allar vel saddar út eftir máltíðina. Besti rétturinn sem stóð algjörlega uppúr var Rabbabarapæj sem við pöntuðum okkur í eftirrétt.
Úrval rétta var gott og gátum við allar pantað okkur eitthvað sem okkur líkaði.
Vínlistinn var einnig vel útilátinn og áttum við í mestu vandræðum með að ákveða hvaða vín okkur langaði að hafa með matnum en þar kom þjónninn inn og bjargaði okkur með vel völdu víni.
Við hjá Fagurkerum gengum vel sáttar og sælar út eftir yndislegt kvöld saman og munum bókað heimsækja staðinn aftur!
Takk kærlega fyrir okkur,
Fagurkerar
No Comments