Tinna Tíska

Uppáhalds hárvörurnar mínar

Ég er..já eða ég var týpan sem keypti alltaf sjampó og næringu bara í Bónus. Mér fannst hárið mitt alltaf eins..þunnt, fíngert og mjög gjarnt á að flækjast. Þannig það var eiginlega alveg sama hvað ég keypti, hárið var alltaf eins..

Ég viðurkenni fúslega að ég er mesti loser í heimi þegar það kemur að hárinu mínu, ég nenni aldrei að gera neitt flott við það og hendi oftast bara í snúð eða tagl og voila, ready! En það er svo mikið skemmtilegra að gera hárið fínt þegar það er orðið svona mjúkt, flóka-laust og glansandi.

Ég fékk vörur frá Wella Professionals að gjöf, óháð umfjöllun, en mig langar rosa að sýna ykkur þessar vörur því þær eru æði og ég virkilega finn mun á hárinu mínu 🙂

Þetta er s.s. sjampó, hárnæring, þurrsjampó, olía og hármaski.

Ég ætla að byrja á uppáhalds vörunni. Það er hármaskinn. Hann er ÆÐI! Hárið verður silkimjúkt og glansandi! <3

Svo er það olían, en hún er bara æði. Maður þarf mjög lítið af henni og ég verð örugglega í mörg ár að klára brúsann með þessu áframhaldi hehe..geggjuð olía sem nærir þurrt hárið 🙂

15825897_10154339941979422_5463168658632847759_n

Olían til vinstri og maskinn til hægri.

Svo er það sjampóið og hárnæringin en lykillinn er að þvo hárið 2x yfir með sjampóinu og maður þarf mjög lítið magn (áður var ég að þvo það 1x og notaði örugglega sjöfalt magn hehe). Svo þarf maður líka mjög lítið af næringunni og hún fer bara í endana. Ég er búin að nota þessar vörur núna í að verða tvo mánuði og það er örugglega svona 1/3 búinn af sjampóinu og næringunni, sjúklega góð ending!

15826657_10154339941914422_5352237334772145259_n

Hárnæringin vinstra megin og sjampóið hægra megin.

Næst á dagskrá er það þurrsjampóið..ég ætla bara segja eins og Binni hinn mikli Löve, vávávávává <3 Þetta þurrsjampó er best. Það er bara þannig 😀 Ég er nýfairn að þvo hárið þriðja hvern dag í stað annars hvers og þetta þurrsjampó er algjörlega að bjarga mér. Maður spreyjar því í hárið og bíður svo í svona 20 sek og nuddar svo yfir.

Síðast en ekki síst er það froðan, en ég set mjög oft froðu í hárið ef ég er að fara eitthvað fínt og er með blautt hárið og vantar að gera eitthvað mjög fljótt. Þá set ég froðu og klemmi hárið saman í lófunum og hárið lyftist upp og það koma smá krullur. Þessi froða er mjög góð og virkar vel og það er góð lykt af henni.

15780826_10154339942029422_7738056576358156294_n

Froðan vinstra megin og þurrsjampóið hægra megin.

Mæli svo sjúklega mikið með þessum vörum, þá sérstaklega fyrir þurrt hár þar sem ég finn alveg klárlega mun, minni þurrkur og hárið orðið fallegra. En þessar vörur eiga það allar sameiginlegt að það er sjúklega góð lykt af þeim og svo finnst mér þær líka allar æði, það er bara svoleiðis 🙂

Langaði bara að deila þessu með ykkur sem eruð að leita ykkur að góðum hárvörum sem koma frá fagaðilum sem sérhæfa sig í hárvörum, það verður enginn svikinn af þessum vörum <3

Þessar hárvörur fást á öllum helstu hárgreiðslustofum landsins en hér má sjá alla söluaðilana.

tf

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply