Lífið Sigga Lena

Ung og ástfangin

Ég var ekki orðin tvítug, ástfangin upp fyrir haus og sá ekkert nema hann. Hann var myndarlegur, töluvert eldri en ég , vel menntaður, í góðri vinnu og búinn að koma sér ágætlega fyrir. Lífið lék við okkur og ástin blómstraði… eða það hélt ég.

Þetta byrjaði allt á stuttu spjall á kaffistofunni en við kynntumst á sameiginlegum vinnustað, þar sem ég var menntaskóla-tútta í sumarvinnu en hann var fastur starfsmaður, í mjög svo virtri stöðu. Við vorum tveir, mjög ólíkir persónuleikar en það var eitthvað við hann og ég kolféll fyrir honum. Í lok sumars vorum við orðin par en sambandið fór hratt af stað og við vorum ekki búin að vera lengi saman þegar ég flutti inn til hans.

311cdaf30bd623a0ac3808c0178e99ad6-Day-Of

Við vorum ástfangin upp fyrir haus og nutum þess að vera saman en sumarið eftir breyttust atvinnu plönin hans og var hann ráðinn í vinnu erlendis. Þar sem ég var enn í námi fór hann út á undan en ég fylgdi á eftir um leið og vorprófin kláruðust.

Þarna bjuggum við í lítilli sætri íbúð sem hann hafði fundið og lífið lék við okkur. Ég hélt ég yrði ekki hamingjusamari og hvað þá þegar við fengum staðfest að við ættum von á barni. Eitthvað sem var algjörlega óplanað en samt svo hjartanlega velkomið. En vinnuálagið var mikið, vaktirnar langar og ég var mikið ein. Ég saknaði fólksins míns og vantaði meiri stuðning, svo við ákváðum að ég færi aftur heim og hann myndi fljúga til Íslands þegar hann ætti vaktarfrí. Þannig leið sumarið, við hittumst með nokkurra vikna fresti og í lok sumars trúlofuðum við okkur.

original

Á 14 viku vakna ég upp við mesta sársauka sem ég hef upplifað á ævinni en þessa nótt missti ég barnið mitt. Það var ekki liðinn mánuður þegar maðurinn sem ég elskaði lét sig hverfa. Án nokkurra skýringa hvarf hann úr lífi mínu og gekk úr skugga um að ekki væri hægt að hafa uppá honum.

83329719affbd3984412bc2527b6bb23

Ég var niðurbrotin, búin að missa bæði barnið mitt og manninn minn og allt án nokkurra skýringa. Ég hef sennilega aldrei grátið jafn mikið á ævinni en eftir að hafa lokað mig af í rúmar tvær vikur ákvað ég að þetta nú væri komið gott. Ég reif mig upp af rassgatinu, byrjaði í nýrri vinnu, fór til sálfræðings einu sinni í viku, hóf nám í förðunarfræði og í framhaldinu fór ég að vinna við það. Ég passaði að hafa ávalt nóg fyrir stafni og sökkti mér í vinnu en það var mín leið til að hugsa ekki um það sem ég hafði verið að ganga í gegn um.

37547_411219801749_3631797_n

Árin liðu, ég vann og vann en ástarmálin voru ekki uppá marga fiska. Ég hafði engan áhuga á að fara aftur í samband. Ég vildi ekki þurfa að ganga í gegnum það aftur að makinn minn myndi bara yfirgefa mig, láta sig hverfa, ef eitthvað kæmi uppá, að þá stæði ég eftir ein. Ég gat ekki treyst karlmönnum, ég var hrædd við það og ekki tilbúin til þess, svo þeir karlmenn sem ég umgengst voru nánast allir samkynhneigðir.

10628263_10152407659976750_8041115527538518178_n

ég og besti minn á góðri stundu í Þýskalandi

 

Fyrir sirka tveimur árum fann ég hvernig þuglyndi og vonleysi helltist yfir mig. Ég var búin að einangra mig frá öllu og öllum. Ég mætti til vinnu og fór svo beint heim eftir vinnu, inn í herbergi og talaði ekki við einn né neinn. Sem betur fer á ég yndislegt fólk að og mamma mín sá í hvað stefndi og nánst skipaði mér að leita mér hálpar sem ég gerði. Ég pantaði mér tíma hjá Kvíðameðferðarstöðinni og fékk þar eina bestu hjálp sem ég hefði getað fengið. Sálfræðingurinn sem var með mig í meðferð gerði ljóst fyrir mér að ég væri ekki búin að vinna úr þeim áföllum sem ég hefði orðið fyrir og þá sérstaklega sambandsslitunum þar sem ég fékk aldrei neina útskýringu á því sem hafði gerst og afhverju makinn minn lét sig hverfa.

 b7f4cfaa6e53e7cc2ac49d3baeb2fe90--big-people-some-people

Það var erfitt að horfast í augu við fortíðina en það var eitthvað sem ég þurfti að gera til að geta haldið áfram í lífinu, ég útskrifaðist frá Kvíðameðferðarstöðinni og varð loksins ég sjálf. Hægt og rólega fór ég að hleypa fólki inn, strákum að mér, fara á date, vera með vinum, hlæja, hafa gaman af lífinu og leyfði mér að vera ég eins og ég vil vera.

4521956

Í dag er lífið yndislegt, ég er í góðri vinnu, á yndislega vini, frábæra fjölskydu sem styður alltaf við bakið á mér sama hvað og litla krílið mitt er alltaf til staðar í hjarta mínu.

 

cca7613a15d50ebe649efee62ee66b93

Þið finnið mig á snapchat: siggalena & instagram: siggalena

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply