Ég var búin að vera hugsa síðan í lok sumars að mig langaði rosalega mikið í falleg og almennileg ullarföt á börnin mín fyrir veturinn.
Ég elska hvað ullarföt í dag eru orðin flott, mjúk og manni klæjar ekki undan þeim.
Mér finnst svo mikilvægt að klæða börn í ullarföt undir sín venjulegu föt þegar það er extra kalt úti, en að hafa ullina nálægt húðinni tryggir það að barninu verði ekki kalt. En mér finnst algjört must að ullarföt séu flott þannig að það sé hægt að hafa börnin bara í þeim yfir samfellu/nærbol og nærbuxur þegar það er ekki það kalt úti.
Ég kíkti í Name It á mánudaginn og fann þar svo ótrúlega flott ullarföt og var svo ánægð að fá á bæði börnin alveg æðisleg sett!
Þau voru að fá nýja sendingu og það er mikið úrval hjá þeim. Ullarfötin eru úr Merino ull og þau eru létt og ótrúlega mjúk. Ég kolféll fyrir þeim því þau eru svo ótrúlega flott og krúttleg.
Ég tók bleik á Elínu Köru í 12-18 mánaða eða 86 (hún er 13 mánaða) og blá á Óla Frey í 3-4 ára eða 104 (hann verður 3 ára núna í des) og ég er svo ótrúlega ánægð með þessi föt og þau passa svo flott á molana mína! 🙂 Sá að það voru líka til m.a. grá, dökkblá og hvít.
Ullarfötin hjá Name It koma í stærðunum 56-152.
Ég mæli með að þið kíkið á úrvalið hjá þeim. Þessi ullarföt eru svo ótrúlega vönduð og flott.
Ég mun síðan sýna ullarfötin á Fagurkera snappinu í dag, notendanafn okkar á Snapchat er “Fagurkerar” endilega addið okkur 🙂
Módelið mitt, mjög sáttur með nýju fötin 🙂
Hversu sæt! ( fötin sko..og hún auðvitað líka 😉 )
Gæti ekki verið ánægðari með þessi dásamlegu föt, þau verða sko mikið notuð í vetur! 🙂
Færslan er gerð í samstarfi við Name It.
tinna@fagurkerar.is