Afmæli og veislur Bakstur Börnin Tinna

Tveggja ára afmælispartý með Blíðu og Blæ þema

Elín Kara mín varð 2 ára þann 8. okt síðastliðinn og við vorum með afmælisveisluna hennar núna laugardaginn 21. okt. Við vorum með Blíðu og Blæ þema, þar sem Elín Kara dýrkar þær og líka Óli Freyr bróðir hennar 🙂 Mamma mín var nýlega út á Spáni og keypti þar allt sem þurfti: dúk, diska, servíettur, skeiðar, diska, veifur og blöðrur 🙂 

Ég ákvað að gera skinkuhorn, túnfisksalat og “hollustu” kókóskúlur fyrir veisluna núna alveg eins og ég gerði í fyrra. Uppskrift af skinkuhornunum má finna HÉR og uppskrift af kókoskúlunum má finna HÉR

Ég nennti ekki alveg að gera allt sjálf í ár og á margar góðar að sem voru svo yndislegar að hjálpa mér. Vinkona mín kom með Oreo-osta köku. Aníta Fagurkeri kom með fræga heita réttinn sinn, uppskrift af honum má finna HÉR. Hrönn Fagurkeri kom með Blíðu og Blæ cakepops. Mamma mín kom með stóra maregns tertu og tvær heitar brauðrúllur.

Ásamt þessum veitingum vorum við með dásamlega afmælisköku frá Bakarameistaranum, sem við fegnum að gjöf. Ég hafði áður keypt hjá þeim svona marsipanmynd þegar Óli Freyr var 2 ára og setti hana á köku sem ég bakaði og mér fannst það mjög sniðugt. En núna ákvað ég að fá tilbúna köku hjá þeim, þar sem ég hef oft verið í afmælum þar sem svona kaka er í boði þannig ég vissi að hún væri mjög góð. Það er s.s. hægt að velja hvaða mynd sem er, t.d. einhverja teiknimyndafígúru eða bara mynd af afmælisbarninu o.s.frv. Svo skemmir ekki fyrir að þessar kökur eru á mjög góðu verði. Hægt er að skoða úrvalið betur HÉR.  

Við buðum svo upp á appelsínu- og eplatrópí, ásamt gamla góða Coca Cola og Coca Cola Zero Sykur, en gosið og trópíana fengum við að gjöf frá Vífilfelli. 

 

22730379_10155151326059422_1094884045558740789_n
Fína og flotta kakan!

 

22687596_10155151327004422_2414217858234940337_n
Já það er eins gott að það var nammidagur!

 

22552383_10155151326334422_3667533394274881402_n
Krakkarnir voru mjög spenntir fyrir kökunni og voru löngu byrjuð að borða nammið af henni áður en við sungum afmælissönginn.

 

22554898_10155151326089422_9073949706253378602_n

 

22780251_10155151326099422_3497804311397637288_n
Nóg af Trópí fyrir krakkana 🙂

 

22751925_10213438150564422_260243982_n
Þarna vantaði enn nokkra rétti á borðið þannig við ákváðum að færa drykkina í gluggakistuna.

 

22552861_10155151328574422_7621189445037478913_n

 

22555244_10155151329714422_1778675774997393570_n
Fínu og flottu cakepopsin frá Hrönn vinkonu. Svo fallegt og gott! 😛

 

22711781_10213438151204438_1577800051_o
Mamma snilli gerði þessa! 🙂

 

22752202_10213438150444419_1786003482_n
Sæta afmælisprinsessan mín og allur góði maturinn. Það vantar reyndar alveg Oreo-ostakökuna á myndirnar þar sem hún kom aðeins seinna á borðið 🙂

 

22709741_10213438149884405_1867532381_n

 

22730488_10155151329469422_2113778591745562708_n
Veitingarnar fengu fullt hús stiga frá Óla Frey 😉

 

22780521_10155151330664422_3142038474416354642_n
Namminamm..

 

22729175_10155151326999422_1727846302836718138_n
Vorum svo líka með fullt af blöðrum, en í öllum æsingnum gleymdist að ná fleiri myndum 🙂

 

22730431_10155151327224422_3453609802198237209_n

 

22555184_10155151334444422_8816323567473314381_n

 

22552716_10155151334744422_6408579146436405406_n
Sæta breddan mín var mjög södd og sátt eftir daginn <3 

 

Jæja hef þetta ekki lengra í bili..

Þið finnið mig á Snapchat, Facebook og Instagram undir notendanafninu tinnzy88

 

TF

 

 

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply
  Jennzy Lind
  24. October, 2017 at 9:11 am

  Þetta var awesome. Takk fyrir okkur! Hlökkum til næst ♡♡♡ luuv ♡♡

 • Tinna
  Reply
  Tinna
  24. October, 2017 at 6:37 pm

  Takk sömuleiðis mín kæra <3

 • Leave a Reply