Hanna Þóra Matur

Tómatsúpa með makkarónum og osti

Stundum þegar tíminn er naumur og manni langar í góða súpu í hádeginu er tilvalið að nýta sér pakkasúpur sem grunn og ég hika ég ekki við að nýta mér það. Það er auðvelt að dressa upp súpur með því að bæta við allskonar góðgæti og gera súpuna matarmeiri fyrir vikið. Þessi súpa er í uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni um helgar.

image-52

Þessi súpa þarf að sjóða í um 5 mínútur en ég bæti oft auka makkarónum útí og læt þær sjóða með.

Einnig bæti ég útí einni dós af niðursoðnum tómötum og krydda eftir smekk með basilíku, pipar, ítölsku kryddi og oreganó.

Galdurinn liggur svo í því hvernig hún er toppuð.

 

IMG_20180421_110911
Ofaná er tilvalið að setja soðin egg sem eru skorin í báta, Rifinn ost og sýrðan rjóma.

Mæli með því að prófa sig áfram með pakkasúpur… Því það er nú oft þannig að tíminn er af skornum skammti 🙂

Hanna

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply