Börn og uppeldi Börnin Diy Hanna Þóra

Lúsapósturinn sem foreldrar hata að fá! – Góð ráð

Nú þegar haustið er formlega komið er von á hinum árlega tölvupósti til foreldra ungra barna um að lús og njálgur sé mættur inn í alla skóla landsins. Þessi póstur er sá sem enginn vill sjá en allir verða að vera á tánum ef hann berst.

Ég fæ alltaf hroll í hvert sinn sem ég fæ tilkynningu um tölvupóst í september en núna hef ég ákveðið að vera með gott plan um forvarnir og hvað sé hægt að gera til að einfalda þrif og aflúsun ef ske kynni að þessir gestir mæti í heimsókn. Hérna tek ég saman nokkur góð ráð 🙂

10129755_400_400_2
Fyrst af öllu splæsti ég í rafmagnskamb sem einfaldar alla leit til muna. Ef maður er að kemba 2 börnum daglega og mun líklega þurfa að leita á hverju ári fram í 3 bekk þá er þetta fljótt að borga sig. Kamburinn gefur frá sér hjóð og hljóðið breytist ef fyrirstaða verður í hárinu, þá er hægt að skoða það svæði nánar og athuga hvort um lús eða egg sé að ræða.

Ég blandaði mína eigin blöndu af forvarna spreyi fyrir hárið á börnunum sem á að fæla burtu lýs og pöddur sem ég spreyja í hárið á þeim á hverjum morgni þessa dagana og inní húfur og buff í leiðinni.

Uppskriftin er einföld

9130BLK-3

spreybrúsi ( fæst td í apótekum, tiger og fleiri stöðum.)

Nokkrir dropar af hreinni Tea Tree ilmkjarnaolíu

Fyllt upp með vatni

 

Tea tree er sótthreinsandi og bakteríudrepandi og lýs þola ekki lyktina af henni og hreinlega flýja í burtu ( amk er það vonin!)

Það var flugfreyja sem ég var með í stoppi í Chicago um daginn sem var að fræða mig um ilmkjarnaolíur og hún hafði notað þessa olíu í mörg ár á hótelherbergjum til að verjast svokölluðum bed bugs og spreyjað í hárið á börnunum og þau alltaf sloppið við lúsina 🙂

joy-3-piece-deluxe-comb-and-brush-styling-set-d-2017060817130857~557094_339

Hreinsa allar greiður og bursta daglega á meðan smithætta er mikil, ég tek öll hár úr og sótthreinsa með handspritti.

Tiltekt á heimilinu er mjög sniðug og ákvað ég að taka í burtu meirihlutann af böngsum, skrautpúðum og teppum sem voru í herbergjunum. Ef lús eða njálgur kæmi inn á heimilið yrði ég mun fljótari að þvo allt sem komist hefur í snertingu við óværuna og venjulegt dót úr plasti eða tré er auðvelt að stjúka af með sótthreinsi.

IMG_20170914_182920

Hér má sjá það sem ég tók út úr strákaherberginu og það var annað eins magn úr stelpuherberginu!

Vona að þessi ráð hjálpi ykkur í baráttunni við þennan óvin 🙂

 

Hanna

Þið finnið mig á snapchat

HANNSYTHORA

HANNSYTHORA

 

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply