Lífið Þórey

Tilvera – samtök um ófrjósemi

Vissir þú að 1 af hverjum 6 sem þráir að eignast barn á í erfiðleikum með það?

Tilvera eru samtök um ófrjósemi og var stofnað 19. nóvember 1989. Hægt er að lesa meira um félagið HÉR.

Eins og margir vita er mjög kostnaðarsamt að ganga í gegnum meðferðir eins og til dæmis glasa- eða smásjárfrjóvgun og hafa margir ekki rétt á niðurgreiðslum fyrir slíkar meðferðir.

Tilvera hefur nú stofnað sjóð þar sem meðlimir samtakanna geta sótt um styrki úr. Og langar mig þess vegna að vekja athygli á málefninu og kynna söfnunarátak sem Tilvera stendur nú fyrir.

Hlín Reykdal hannaði fyrir félagið fallega lyklakippu sem kemur í fallegum poka. Lyklakippan er til sölu á heimasíðunni www.tilvera.is og kostar 3.500kr. Allur ágóði af sölunni mun renna óskiptur til að styrkja félagsmenn Tilveru fjárhagslega í formi styrkja sem hægt verður að sækja um. Áætlað er að úthluta fyrstu styrkjum í lok október 2017.

lyklakippa400x300_4

Ég hvet alla til þess að styrkja þetta málefni, því þú gætir þekkt einhvern sem glímir við ófrjósemi  <3

þórey undirskrift

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply