Lífið Þórey

Þórey Gunnars – kynning

Ég heiti Þórey Gunnarsdóttir og er fædd þann 30.ágúst árið 1981, sem gerir mig þá rúmlega 35 ára. Stjörnumerkið mitt er MEYJAN svo það er ekki erfitt að vita að ég er eitt stykki óútreiknanlegt eintak. Meyjur eru flóknar mannverur en auðvitað einstaklega skemmtilegar, skipulagðar og miklir FAGURKERAR 😉

Er tveggja barna móðir og í sambúð með Andra Geir sem er húsasmíðameistari . Börnin á heimilinu heita Kristján Freyr sem er fæddur 14.apríl 2008 og Nína Rós sem er fædd 14.janúar 2013. Svo er kisan okkar hún Perla 10 ára gömul (eldri en bæði börnin). Við elskum að vera saman og eiga fjölskyldustundir og hitta vini okkar. 

14563340_10154398742511413_4385615418022836660_n

        “Like mother like daughter”

Ég er með sveinspróf í snyrtifræði og starfa sem snyrtifræðingur á Snyrtistofunni Fiðrildinu. Er einnig förðunar- & naglafræðingur og nú orðin ein af Fagurkerunum og hlakka mikið til að deila með ykkur allskonar færslum. Mun reyna að hafa þetta fjölbreytt og skrifa um það sem mér dettur í hug hverju sinni. Ég er reyndar mikið fyrir að deila gleðinni, ef svo má segja, um það sem mér finnst sniðugt og virka vel.

Snapchat aðgangurinn minn: thoreygunnars er opinn og þar sýni ég mikið af snyrtitengdu og hef þetta allt saman með persónulegu ívafi. Leyfi fólki líka að fylgjast með lífinu eins og það er, fjölskyldulífinu, alvarleg heitunum og öllu gríninu sem fylgir því að vera til. Ykkur er velkomið að kynnast mér betur og bæta mér á snappið.

Hlakka til að vera með ykkur hér hjá Fagurkerum <3

Mottó: Lífið er núna!

Þórey

You Might Also Like

1 Comment

 • Reply
  83Mauricio
  31. July, 2017 at 3:31 pm

  Hello admin, i must say you have high quality content here.
  Your blog should go viral. You need initial traffic only.
  How to get it? Search for; Mertiso’s tips go viral

 • Leave a Reply