Lífið Þórey

Það má breyta!

Það er mitt mottó í lífinu að það má breyta. Það er nú ekki svo langt síðan ég skrifaði þessa færslu sem má lesa HÉR, þar sem ég sagði frá stórri ákvörðun um að hætta að vinna sem snyrtifræðingur til þess að gerast verlsunarstjóri í ísbúð.

Þannig var nú mál með vexti að sú vinna hentaði mér alls ekki persónulega. Fínt starf og allt það en ég fann að ástríða mín var bara ekki í ísnum (haha).

Þannig að ég snéri aftur í snyrtinguna. Enn og aftur var ég komin á stað í lífinu þar sem ég vann við það sem ég elskaði að gera en álagið var allt of mikið. Ég kom þreytt heim dag eftir dag og áorkaði engu. Mér fannst ég ekki geta sinnt móðurhlutverkinu nógu vel, fannst ég heldur ekki góð húsmóðir og hvað þá að vera góð kærasta!

Aftur var kominn tími til að breyta…

Í byrjun mars mætti ég á nýjan vinnustað að gera eitthvað allt annað en ég hafði unnið við áður. Ég fór að vinna við aðhlynningu á Hrafnistu sem er hjúkrunarheimili fyrir aldraða.

Þvílíkur dásemdar vinnustaður!!! Þetta er jú alveg erfið vinna en svakalega gefandi á sama tíma. Þetta var klárlega BESTA ákvörðun sem ég hefði getað tekið. Ég er miklu meira heima, er komin í vaktavinnu sem mér finnst æðislegt, ég hreinlega ljóma.

Ég hef alveg fengið misgóð viðbrögð við þessum vinnuskiptum… sumum finnst ég bara ALLTAF vera að breyta, en jákvæðu viðbrögðin hafa verið þúsund sinnum fleiri en þessi neikvæðu. Og einn fylgjandi minn kom hreinlega með það besta: “Við erum ekki tré, við erum færanleg!”

 

En mig langaði bara að skrifa þessa litlu persónulegu færslu með það í huga að hvetja alla til þess að hlusta á sitt hjarta og ekki vera hrædd við að breyta til. Ef eitthvað gengur ekki upp þá gerir maður bara eitthvað annað:) Það er enginn sem lifir lífinu fyrir þig…

ÞAÐ MÁ BREYTA

 

þórey undirskrift

 

ÞÓREYthoreygunnars

þóreythoreygunnars

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply