Beauty Förðun Gjafahugmyndir Makeup Uncategorized Þórey

TAX FREE – vörur sem ég mæli með!

*** Færslan er ekki kostuð & ekki samstarf ***

Þar sem nú er TAX FREE í Hagkaup um helgina þá langar mig að segja ykkur frá nokkrum vörur sem ég kaupi mér reglulega eða er nýbyrjuð að nota. 

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er ég bæði snyrti- & förðunarfræðingur svo ég kaupi & nota mikið af snyrtivörum:)

 

GLAMGLOW SUPERMUD

supermud

Minn allra uppáhalds maski er Supermud frá Glamglow. Þetta er langbesti hreinsimaski sem er til að mínu mati (og hef ég prófað þá marga). Hann vinnur mjög vel á vandamálahúð og dregur óhreinindi vel upp úr húðinni. Hann er alls ekki fyrir viðkvæma að mínu mati, en hann er mjög góður til að nota staðbundið, þ.e.a.s á svæðin sem þarf virkilega að vinna á. Hann er því tilvalinn til að nota í multi-masking með öðrum maska.

Það er AUKA 15% afsláttur af GLAMGLOW á Tax free!

 

MAYBELLINE DREAM MATTE BB

bb dream matte

Nýlega keypti ég þetta BB krem bara til að prófa og í hreinskilni sagt þá er ég að fíla það í tætlur. Mig langaði að eiga eitthvað létt til þess að skella á mig á morgnana án þess að líta út fyrir að vera mikið máluð.

Þetta krem fór fram úr öllum mínum væntingum!

Það gefur ótrúlega góða þekju, hentar minni olíukenndu húð og helst bara þó nokkuð vel yfir daginn. Það er snilld að eiga svona fyrir sumarið þegar maður vill bara rétt fríska upp á húðina án þess að setja á sig mikinn farða.

 

MAYBELLINE BROW PRECISE FIBER VOLUMIZER

fiber brow

 

Þetta er nýja uppáhalds augabrúnavaran mín! Þessa vöru er líka súper auðvelt að nota því þetta er eins og lítil maskaragreiða sem þú greiðir einfaldlega í brúnirnar. Þetta gefur augabrúnunum fyllingu og þær virka mun þéttari og gefur þeim lit.

LOVE IT!

 

NYX WONDER PENCIL

wonder pencil

Þessa vöru hef ég notað mjög lengi og ég kaupi hana aftur og aftur… og aftur og aftur…

Ég nota þetta aðallega til þess að skerpa kringum augabrúnirnar þegar ég er búin að setja lit í þær. Einnig nota ég þetta kringum varir þegar ég vil skerpa í kring ef ég er t.d. að nota dökka liti. Það er líka fínt að hylja bólur með þessum blýanti.

 

Ég gæti auðveldlega haft listann lengri en ég læt þetta duga í bili… ég verð nú að eiga eitthvað eftir fyrir næsta Tax Free 😉

 

Happy shopping!

ÞÓREY

þórey undirskrift

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply