Beauty Lífið Þórey

Tannfegrunin sem breytti brosi mínu og sjálfstrausti

Í dag er dagurinn sem breytti mér að eilífu… kannski full dramatískt hjá mér en ég lét loksins verða af því 35 ára gömul að láta laga tönn sem hefur plagað mig allt mitt líf, tjahhh… eða þar til hún kom niður. 

Byrjum á byrjuninni, ég var mjög sein að taka tennur sem barn og þar af leiðandi mjög sein að missa þá fyrstu. Ég var orðin átta ára þegar fyrsta fór LOKSINS. Um fermingu var ég enn að missa tennur, FRÁBÆRT alveg, en ég var tannlaus á fermingardaginn minn. Það vantaði eina tönn upp í mig svo mér fannst ég ekkert sérlega töff þennan dag.

Ég splæsi í eina fermingarmynd af mér

Ég splæsi í eina fermingarmynd af mér, graf alvarleg eins og þið sjáið!

 

En okei höldum áfram, á endanum þurfti ég að fá beisli til þess að koma tönninni niður (þessari sem vantaði upp í mig á fermingunni þið munið) og þegar hún loksins lét sjá sig þá kom hún útstandandi og skökk. Ég átti að fá teina en sagði nei takk, sem ég sá svo eftir þegar ég byrjaði að fullorðnast.

En það var svo sem aldrei skakka tönninn sem pirraði mig heldur tönnin við hliðina á henni, hún var pínulítil og ræfilsleg, svona eins og hún væri hálf gölluð. Og alltaf hefur mér fundist mjög erfitt að láta taka myndir af mér (eða taka selfies) þannig að sæist í tennurnar. Mér fannst alltaf falla skuggi á lilluna og ég virka tannlaus á myndum ef ég sneri mér ekki akkúrat í réttum prófíl.

Sýndi ferlið á Snapchat: thoreygunnars

Sýndi ferlið á Snapchatinu mínu: thoreygunnars

Hvað getur 35 ára kona gert til þess að láta laga þetta án þess að fara í tannréttingar út af einni , okei kannski tveimur, tönnum??? “Þetta er ekkert mál, ég get lagað þetta,” sagði tannlæknirinn við mig í síðustu skoðun og að það væri hægt að byggja upp tönnina með plastefni án þess að mín tönn yrði eyðilögð undir…               Ég var ekki lengi að panta mér tíma!

Sjáið lilluna þarna á milli framtannarinnar og þessar skökku.

Sjáið lilluna þarna á milli framtannarinnar og þessar skökku. 

Þar sem ég er ennþá með allar tennur heilar þá ákvað ég að nú skyldi ég gera þetta, ég ætti það nú alveg inni hjá mér fyrst ég hef aldrei þurft að láta laga neina skemmd. Það er nefnilega alveg ótrúlegt hvað eitt smáatriði getur haft mikil áhrif á eina litla sál. Þar sem þetta hefur haft mikil áhrif á sjálfstraust mitt þá er nú ekki seinna vænna en að skvísa sig upp og halda áfram brosandi í gegnum lífið.

17409493_10154910276981413_2040797842_n

Ég fór í Tannlæknastofuna Turninn og gæti ekki verið sáttari með útkomuna. Ég sýndi þetta á Snapchatinu mínu: thoreygunnars ykkur er velkomið að kíkja á söguna mína þar. (Þetta verður sýnilegt í nokkra klukkutíma í viðbót frá því þessi færsla var birt). Þar segi ég nánar frá því af hverju ég gerði þetta og ef það vakna einhverjar spurningar þá má að sjálfsögðu senda mér skilaboð.

Fyrir & eftir

Bros dagsins fyrir & eftir

Kveðja, Þórey Gunnars <3

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply