Afmæli og veislur Lífið Tíska Þórey

Sumri hallar hausta fer… Bestseller haustkynning

Okkur Fagurkerum var boðið á haustkynningu hjá Bestseller í siðustu viku á Mathúsi Garðabæjar og ég verð nú bara að segja eitt stórt VÁ!

20839507_10155390137506413_1916222313_n

Þetta boð var alveg hreint geggjað í alla staði. Maturinn var algjörlega frábær og ég mun klárlega fara þangað að borða fljótlega aftur.

Bestseller teymið kynnti fyrir okkur nýjar vörur frá Vero Moda, Vila, Name it, Selected og Jack&Jones og það var ansi margt sem mig langar að kaupa mér eftir þessa kynningu. Fötin eru væntanleg í búðir á næstu vikum og haustið lofar virkilega góðu.

Nú hefur mikið verið í umræðunni um hvað tískubransinn sé óumhverfisvænn og Vero Moda er með frábært framtak í gangi núna og er að kynna glænýja línu sem kallast AWARE og fötin frá þessu nýja merki eru umhverfisvæn og eru meðal annars unnin úr plastflöskum.  Mér finnst þetta flott skref í endurvinnslu ef svo má segja. HÉR er hægt að lesa meira um AWARE og sjá myndir af fötunum.

Í boði var #GOODIE-BAR og fengum við að velja okkur vörur af þessum bar. Ég fékk meðal annars húfu á dóttur mína úr Name it, hleðslubanka fyrir símann frá Jack&Jones, naglalakk frá Essie, lítinn spegil í veskið frá Selected og svo fengum við allar að velja okkur bol úr nýju AWARE línunni frá Vero moda. Ég ákvað að breyta aðeins út af svarta vananum og valdi mér hvítan bol.

20840394_10155390137411413_1015735899_n

Svo var photo-booth sem er alltaf skemmtilegt á svona viðburðum. Hægt er að skoða myndir frá mörgum sem mættu á viðburðinn á Instagram með því að slá inn #bestsellerAW og #goodie-bar

20839408_10155390137426413_875128764_n

Við þökkum kærlega fyrir okkur <3

 

Þangað til næst…

THOREYGUNNARS

þórey undirskrift

You Might Also Like

1 Comment

  • Tinna
    Reply
    Tinna
    17. August, 2017 at 9:40 am

    Flottastar! Oh er enn svekt að hafa misst af þessu flotta boði <3

  • Leave a Reply