Börnin Fjölskylda Sigga Lena

Stóri draumurinn er að rætast

Jæja ég held að það sé komin tími til þess að láta aðeins heyra frá mér.  Heldur betur langt síðan síðast og hefur lífið breyst til muna.

Í byrjun júni 2018 tók ég endanlega ákvörðun hvað sæðisgjafa varðar og sló til og pantaði. Pöntunin kom til landssins í byrjun júlí og þá passaði akkúrat að Livio var í sumarfríi þangað til í ágúst. Ákvað ég því að skrá mig í meðferð í ágúst og átti að senda þeim póst um leið og ég myndi byrja á blæðingum. 

Áður en ég byrjaði í meðferð keypti ákvað ég egglospróf og þugunarpróf á amazon.com. Þau virkuðu líka svona svakalega vel. Að sjálfsögðu keypti ég allt of miki af þeim, þannig nóg var til.

 

IMG-3573

Tíu dögum eftir að ég kláraði blæðingar átti ég að byrja að taka egglospróf á hvernum morgni með fyrsta þvagi þangað til að prófið sýndi jákvæðar niðurstöður. 

image

                   

Jákvæð niðurstaða kom þann 22 ágúst og hafði ég samband við Livio sem gaf mér tíma í uppsetningu strax daginn eftir eða 23 ágúst.

IMG-3594

            

Aðgerðin sjálf ef aðgerð skal kalla tók innan við mínútu. Ég lagðist upp á bekk hjá lækninum og sæðinu var sprautað inn með löngum og grönnum plast hólk og kviss bamm búm BÚIÐ! 

iui_treatments

“Jæja, þá er þetta komið, nú máttu bara klæða þig.  Ég bara HA! þarf ég ekkert lyggja og láta þetta malla og ná alla leið. Nei nei vina mín, klæddu þig bara í föt og svo hefur þú samband með niðurstöðum úr þungunarprófi”.

Eftir uppsetningu komu mjög langir dagar en þessi tveggja vikna bið var pínu erfið. Ég reyndi eins og ég gat að hemja mig og ekki byrja að taka próf of snemma. En það gekk ekki alveg eftir, ég byrjaði að taka próf með ódýru strimlunum sem ég keypti á amazon 30 ágúst, náttúrulega allt of snemma. 

Ég hélt áfram að taka próf og að morgni 3 september þá fékk ég ljósustu línu sem ég hef séð. Ég var ekki alveg að trú þessu ódýra internet prófi þannig ég tók Clear blue þungunarpróf og birtist þessi fallega lína. 

IMG-3620

Ég var ekki að trúa þessu að þetta hefði bara í alvörunni tekist í fyrstu tilraun. Ég er náttúrulega pínu skrítin og hélt samt sem áður áfram að taka próf og línan hélt áfram að dekkjast enda var ég ekki komin á tíma hvað blæðingar varða. Þegar ég var orðin 100% viss og línan orðin vel dökk hafði ég samband við Livio sem gaf mér tíma í snemmsónar á áttundu viku.

Ég get eiginlega alveg fullyrt það að ég var mjög stressuð að fara í snemmsónarinn, mér fannst einhvern vegin eins og það væri ekkert þarna, að þetta væri allt saman bara eitt stórt grín. En svo var sko aldeilis ekki enda sá ég þennan fallega hjartslátt sem sló alveg á milljón.

IMG-3716

Þetta fallega litla kríli blasti svo við mér í 12 vikna sónarnum og þarna fyrst fór þetta að vera alvöru. 

Ég ákvað svo í vikunni fyrir jóla að panta mér tíma í sónar hjá 9 mánuðum. Spennan var gjörsamlega að fara með mig að vita kynið.

Það fór ekki á milli mála hvaða kyn leyndist í bumbunni.

50805230_2419092021705805_512583627855364096_n

Ég er að kafna úr spennu og hamingju og get ekki beðið eftir því að fá að knúsa og kynnast þessu litla kraftarverki mínu. 

Ef þið viljið fylgjast með því sem framundan er hjá mér þá ætla ég að reyna að henda mér í gírinn og vera dugleg inn á snapchat og instagram: siggalena

 

Þangað til næst kveður bumban.

47685803_10155632497206750_7115613378894102528_n 

signature (1)

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply