Tinna Þrif

Stólarnir þrifnir – með sítrónu & matarsóda!

Jæja það hlaut að koma að því….ég nennti loksins að þrífa blessuðu stólana mína aftur, ég er með útskriftarkaffi & partý hérna heima í kvöld & get nú varla boðið fólki upp á að setjast í svona skítuga stóla með fínu rassana sína, þannig mér fannst tilvalið að drattast loksins til að þrífa þá fyrir kvöldið 😉

Ég á Link stólana út Ilvu. Sem mér finnst alveg sjúklega flottir, EN þeir verða drulluskítugir. Já við tókum sem sagt þessa ljósu þannig að drullan sést mjög vel! Ég myndi segja að í fullkomnum heimi þá myndi ég þrífa stólana samviskusamlega 1x í mánuði..en..það hefur ekki alveg tekist hjá mér..ég meina það er bara ekki beint á forgangslistanum mínum (sem er nú samt alveg c.a. 100 atriða langur hverju sinni ehhh) að þrífa stólana mína. En ég hef þrifið þá kannski 4x núna í þetta rúma ár sem ég hef átt þá. Ætla fara bæta mig núna!

ALLAVEGA, fyirr utan þessa babbl í mér hér að ofan langar mig til þess að segja ykkur (& sýna) hvernig ég þríf þá, því mér finnst það brilliant..ég er svo brilliant! Ekki? Jæja komum okkur að efninu..það sem ég nota:

-Sítróna (Tjah eða núna átti ég ekki sítrónu & notaði sítrónusafa sem er í svona gulum brúsa með grænum tappa, það virkaði fínt EN ég mæli frekar með sítrónusafanum beint úr sítrónunni, fannst það virka aðeins betur)

-Matarsódi

-Svampur

-Rök tuska

-Tissjú

16806809_10154466947484422_3575466405945949223_n

16831904_10154466947494422_9130887645561147130_n

Stóllinn fyrir, Dexter vildi fá að vera með á myndinni 😉 Það er erfitt að sýna á mynd hversu skítugir þeir eru, en það er kannski bara fínt því þeir voru vandræðalega skítugir..

Þetta er mjög einfalt: ég þríf sem sagt partinn þar sem rassinn situr..já kannski betra að nota viðeigandi orð? SESSA?….allavega, kreistið sítrónu á svæðið & stráið síðan dass af matarsóda yfir. Bíðið í smá stund & byrjið svo að skrúbba með svampinum. Bletyið svo svampinn & vindið hann vel & endurtakið nokkrum sinnum eða þangað til svampurinn hættir að verða skítugur. Síðan tek ég tuskuna & fer aðeins yfir & tek svo 1 tissjú & strík yfir svo bleytan fari alveg. Tek svo allan stólinn með tuskunni, s.s. allt nema sessuna því hún er jú orðin sparkling clean!
Mér finnst ekkert þurfa nema vatn í tuskuna til þess að ná matarblettunum & þess háttar af.

16832116_10154466947324422_1950023649866126248_n

Mér fnnst þetta virka fáránlega vel & finnst mjög gaman að geta gert þetta með efnum sem maður á bara heima hjá sér, mjög náttúrulegt & skemmtilegt að gera þetta svona. Mæli með að prufa, ég allavega ætla mér alltaf að gera þetta svona eftir að hafa prufað þessa aðferð tvisvar sinnum 🙂

16649515_10154466943744422_8165027780000838698_n

Fyrir áhugasama þá fást stólarnir hér.

TF

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply