Hanna Þóra Heilsa ketó Matur Uncategorized

Steikt brokkolí með hnetum og lakkríssalti

Ein af mínum uppáhalds ketó uppskriftum er brokkolíið sem steikt er á pönnu með pistasiu hnetum og lakkríssalti. Þetta er ótrúlega góð blanda og passar einstaklega vel með kjúkling.

Það besta er að ég á alltaf til í þennan rétt þar sem ég nota frosið brokkolí sem geymist vel og lengi.

Uppskrift:

500 gr Frosið brokkolí sem ég afþýði í örbylgjuofninum

Set ólífuolíu eða avocado olíu á pönnu og steiki brokkolíið uppúr henni ásamt smá hvítlauksdufti.

2 msk soya sósu bætt útá ásamt 1 dl af pistasíuhnetukjörnum

Að lokum toppa ég réttinn með 1-2 tsk af lakkrís salti frá saltverki

Einfalt – fljótleg og kemur skemmtilega á óvart 👏

Fleiri uppskriftir og fróðleik um ketó er að finna inná instagram 🙌Það væri gaman að sjá ykkur einnig þar 😊

https://www.instagram.com/hannathora88/?hl=en

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply