Matur Tinna

Spínat lasagna – hollt og gott!

Langar að deila með ykkur uppskrift af spínat lasagna sem ég elska. Það er ótrúlega gott og hollt (ish).

Þegar mamma bauð okkur Arnóri fyrst í spínat lasagna hugsaði ég með mér bara “Já ok, en hrikalega óspennandi” haha….en vá hvað það kom á óvart og er nú einn af mínum allra uppáhalds réttum! 

 

Það er alveg frekar einfalt að búa réttinn til og einnig gaman, svo tekur það alls ekki langan tíma sem mér finnst alltaf plús.

 

35540654_10155712734114422_7228899652496523264_n

 

 

Það sem þarf:

1 púrrulaukur

C.a. 10 stk meðalstórar kartöflur

600gr frosið spínat

Lasagna plötur

200 gr rjómaostur

Rifinn ostur

Hvítlaukssalt

1-2 msk  kúmín (cumin)

1 tsk kóríander 

Dass af chillidufti

Salt & pipar

 

35842508_10155712734274422_8086831266931933184_n

35647591_10155712735329422_5552344733117841408_n

 

 

Aðferð:

Leggja lasagna plöturnar í bleyti í c.a. 30 mín til að mýkja þær aðeins

Sjóða kartöflur (ekki kæla)

Saxa lauk og steikja upp úr olíu

Setja spínat á pönnuna með lauknum

Setja grófmarðar kartöflur út á laukinn og spínatið þegar spínatið er þiðnað á pönnunni

Rjómaost og kryddi er svo bætt út í og allt hrært vel saman

Síðan er þessu komið í eldfast fót, gerðar eru nokkrar hæðir og lasagna plötunum raðað á milli.

Að lokum er settur ostur ofan á og eldað í ofninum í c.a. 40 mín á 180 gráðum.

 

Borið fram með hvítlauksbrauði og gulum baunum (ég kaupi frosnar baunir, sýð þær og blanda svo smjöri og salti út í eftir að ég tek vatnið frá, mæli með!)

 

35836756_10155712735609422_1244998117305090048_n

35483778_10155712736819422_1492457726125539328_n

35644304_10155712737074422_7214627609315901440_n

35665611_10155712737899422_1892366752440909824_n

35564333_10155712738289422_7830272370462949376_n

35652322_10155712739094422_8120375051708006400_n

 

 

 

Þangað til næst!

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

TF

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply