Afmæli og veislur Tinna

Spennan magnast, brúðkaupspartýið mitt er eftir tvo daga!

Okey fyrirsögnin er kannski svolítið dramatísk en ég er samt að missa mig úr spenning!

Það er loksins komið að því að við Arnór erum með brúðkaupspartýið okkar eftir tvo daga.

Við giftum okkur með stuttum fyrirvara þann 26. ágúst í fyrra en ákváðum þá strax að við myndum halda brúðkaupspartý 14. apríl 2017, því þann dag eru komin sex ár síðan við ákváðum að við værum kærustupar!

Upprunalega ætluðum við bara að halda “smá” partý með okkar nánustu en núna er þetta alveg komið út í það að þetta er allavega stærsta partý sem við höfum haldið. Við verðum um 60 manns & ég er búin að vera sveitt að plana allt saman, svona veislur eru ekki alveg minn tebolli en þó ég segi sjálf frá er ég að standa mig bara drulluvel 😉 Þetta reddast allt á endanum!

En ég ætlaði mér að setjast niður & gefa mér tíma í almennilegt blogg EN ég er á haus að reyna klára allt sem þarf að klára & ég á t.d. eftir að gera kókoskúlur, skinkuhorn & vefjur ásamt mörgum minni hlutum.

En fyrir þá sem vilja vera memm í partýinu geta addað mér á Snapchat þar sem að hún Þórey frænka ætlar að taka snappið mitt að sér þennan dag & sýna alla herlegheitina 😉 

Ég mun síðan gera eina stóra færslu eftir partýið með fullt af myndum & upplýsingum um veitingar & fleira! 🙂

Snappið mitt: tinnzy88

Instagrammið mitt: tinnzy

 

TF

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply