Bakstur Hanna Þóra Matur

Sous Vide Creme Brulée

Okkar uppáhalds eftirréttur er Creme brulée sem er einskonar vanillubúðingur eldaður í vatnsbaði með bræddum sykri ofaná sem myndar harða skel yfir toppinn.

Við höfum undanfarið notað sous vide tækið okkar frá Anova til þess að búa til þessa dásemd.
Hér kemur uppskriftin :

500 ml rjómi

2 vanillustangir

7 eggjarauður

100 gr sykur

Smá salt eftir smekk

 

Hitum rjómann  rólega í potti með fræjunum innan úr vanillustöngunum.

Á meðan blandan hitnar hrærum við eggjarauður og sykur saman í skál þar til blandan er orðin ljós.

Passa þarf að rjómablandan fari ekki upp fyrir 75 gráður

 

Þegar hún er tilbúin blöndum við rjómanum hægt útí eggjablönduna og hrærum vel.

Setjum blönduna í krukkur með þéttihring. Keyptum okkar í Ikea á klink

IMG_20170409_185203

Krukkurnar fara svo í vatnsbaðið á 80 gráður í einn klukkutíma, leyfum þessu að kólna áður en við setjum krukkurnar í ísskáp.

IMG_20170409_185215

 

Áður en búðingurinn er borinn fram setjum við þunnt lag af hrásykri yfir toppinn og bræðum með brennara.

IMG_20170409_211105

Bon Apetit 😀

 

 Hanna

 

 

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply