Beauty Makeup Swatches Þórey

Soirée Diaries frá PÜR

*** Vöruna fékk ég að gjöf ***

Soirée Diaries er nýja augnskugga-pallettan frá PÜR. Hún hefur heillað marga og þar á meðal NikkieTutorials sem er heimsfrægur youtube-ari og já förðunarfræðingur. HÉR getið þið farið beint inn á youtube rásina hennar.

21905328_10155491326231413_1106773697_n

 

Augnskuggarnir eru silkimjúkir en á sama tíma mjög pigmentaðir. Af öllum 12 litunum sem eru í pallettunni þá get ég ótrúlegt en satt notað alla tólf!!! Það er nú ekki oft þannig með augnskuggapallettur að maður fíli alla litina. En þessi palletta er í mínum augum alveg geggjuð.

Mér finnast litirnir virkilega fallegir, enda er ég algjör sökker (má segja það?) fyrir svona hlýjum haustlitum þegar kemur að augnskuggum.

21769958_10155491326121413_1564350214_n

Ljósu litirnir Private Party, Socialite, Gala & Mogul henta vel undir augabrúnasvæðið eða ef maður vill hafa mattan ljósan lit á augnlokinu sjálfu. Ég gerði nú ekki swatch af þeim en þeir eru virkilega fallegir.

21903541_10155491326076413_1655095592_n

Miðjulitirnir Splurge, Stunner, Snazzy & Epic eru mjög góðir í skyggingar, eins og að setja þá í globus línuna. Svo má auðvitað gera það sem maður vill með alla þessa liti;)

21850211_10155491326061413_2061712782_n

Neðstu litirnir Glitzy, Twinkle, Dazzle & Cosmo eru sjúklega flottir shimmer/sanseraðir litir. Mér finnst þeir henta mjög vel á augnlok. Einnig er mjög flott að nota þá undir augun!

21850513_10155491326126413_1800817750_n

 

Nú er ég búin að prófa pallettuna í rúmlega tvær vikur og er gjörsamlega kolfallin fyrir henni, virkilega gaman að farða með henni og hún fer klárlega í förðunarkittið.

Pallettan fæst á www.daria.is og þið getið keypt hana HÉR

Þið getið svo farið beint inn á Instagram reikninginn minn HÉR til að skoða þau makeup sem ég hef gert með þessari dásemd.

Soirée Diaries fær mín meðmæli!

21849138_10155491326016413_218943733_n

 

Takk fyrir að lesa…

Snapchat: THOREYGUNNARS

THOREYGUNNARS

þórey undirskrift

You Might Also Like

1 Comment

  • Reply
    Jóhanna Ósk
    19. September, 2017 at 5:41 pm

    <3 <3 <3

  • Leave a Reply