*** Vöruna fékk ég að gjöf ***
Soirée Diaries er nýja augnskugga-pallettan frá PÜR. Hún hefur heillað marga og þar á meðal NikkieTutorials sem er heimsfrægur youtube-ari og já förðunarfræðingur. HÉR getið þið farið beint inn á youtube rásina hennar.
Augnskuggarnir eru silkimjúkir en á sama tíma mjög pigmentaðir. Af öllum 12 litunum sem eru í pallettunni þá get ég ótrúlegt en satt notað alla tólf!!! Það er nú ekki oft þannig með augnskuggapallettur að maður fíli alla litina. En þessi palletta er í mínum augum alveg geggjuð.
Mér finnast litirnir virkilega fallegir, enda er ég algjör sökker (má segja það?) fyrir svona hlýjum haustlitum þegar kemur að augnskuggum.
Ljósu litirnir Private Party, Socialite, Gala & Mogul henta vel undir augabrúnasvæðið eða ef maður vill hafa mattan ljósan lit á augnlokinu sjálfu. Ég gerði nú ekki swatch af þeim en þeir eru virkilega fallegir.
Miðjulitirnir Splurge, Stunner, Snazzy & Epic eru mjög góðir í skyggingar, eins og að setja þá í globus línuna. Svo má auðvitað gera það sem maður vill með alla þessa liti;)
Neðstu litirnir Glitzy, Twinkle, Dazzle & Cosmo eru sjúklega flottir shimmer/sanseraðir litir. Mér finnst þeir henta mjög vel á augnlok. Einnig er mjög flott að nota þá undir augun!
Nú er ég búin að prófa pallettuna í rúmlega tvær vikur og er gjörsamlega kolfallin fyrir henni, virkilega gaman að farða með henni og hún fer klárlega í förðunarkittið.
Pallettan fæst á www.daria.is og þið getið keypt hana HÉR.
Þið getið svo farið beint inn á Instagram reikninginn minn HÉR til að skoða þau makeup sem ég hef gert með þessari dásemd.
Soirée Diaries fær mín meðmæli!
Takk fyrir að lesa…
1 Comment
Jóhanna Ósk
19. September, 2017 at 5:41 pm<3 <3 <3