Beauty Húðumhirða Lífið Snyrting Þórey

READY, SET, GLOW!

*** Vöruna fékk ég að gjöf ***

Þar sem ég er með feita húðgerð (oily skin) þá þarf ég að forðast að nota olíur eða fituríkar vörur í andlitið á mér. Ef ég passa mig ekki fæ ég stíflur í húð og bólur. Ég fæ liggur við bólur bara við tilhugsunina um að setja á mig krem sem er ætlað þurri húð, þar sem húðin mín framleiðir næga fitu (sebum) sjálf og þá er algjör óþarfi fyrir mína húð að bera á hana feit krem eða feitar olíur.

Þar sem ég er nú snyrtifræðingur að mennt og vinn með mismunandi húðtýpur alla daga þá finnst mér að það verði að fylgja með færslunni að ég er 35 ára gömul og þekki mína húð mjög vel og er fljót að sjá ef vara hentar mér alls ekki. 

Hún Jóhanna sem á verslunina Daría sendi mér vöru um daginn sem heitir Muddy Glow Skin Perfecting Elixir og er hvorki meira né minna en olía sem inniheldur 24k gull! Fyrsta sem ég hugsaði var: “ahhhh… ég get örugglega ekki notað þetta”.

En ég ákvað að prófa vöruna því hún á að vera mjög létt serum en með mikla virkni sem er endurnýjandi, dregur úr fínum línum, dregur úr litablettum og er rakagefandi á sama tíma og hún gefur ljóma.

Ég hugsaði að í versta falli fengi ég bólur og þyrfti að taka extra hreinsun eftir prófun. En svo kom niðurstaðan skemmtilega á óvart! Engar bólur, engar stíflur, húðin er undursamlega mjúk og mér finnst orðið algjör nauðsyn að bera Muddy Glow á mig kvölds og morgna.

Ég er heilluð af Muddy Glow… algjörlega heilluð!

17580165_10154927798176413_641036329_n

Olían er unnin úr virkum innihaldsefnum eins og rosehip seed oil og abyssian oil. Olíurnar eru mjög léttar og síast  því vel inn í húðina. Abyssian olía inniheldur meðal annars omega 3 & 6 fitusýrur sem styrkja húðina, eykur rakahæfni hennar, gefur húðinni fyllingu og ljóma.

Blandaðu út í farðann!

Einnig má blanda Muddy Glow við farðann sinn til þess að ná svokallaðri “dewy” áferð. Þá verður meiri ljómi á áferð farðans og það er sérstaklega sniðugt ef farðinn er frekar þurr. Það er nóg að setja ca. 2-3 dropa af olíunni saman við farðann. 

17578100_10154927797901413_1546414417_n

Muddy Glow blandað við farða

 

Muddy Glow Skin Perfecting Elixir fær algjörlega mín meðmæli. Hægt er að versla vöruna bæði í netversluninni daria.is eða í versluninni sem er staðsett á Hafnargötunni í Reykjanesbæ.

 

TAKK FYRIR MIG DARÍA <3

signature_aw3ly1nosdeff7oshs (2)

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply