Ég er búin að fylgjast með Desi Perkins Youtube stjörnu mjög lengi, en hún er með færari förðunarfæðingum. Sjálf fylgist ég mikið með förðunarfræðingum á Youtube og get ég alveg gleymt mér í marga klukkutíma við að horfa á stelpur mála sig og prófa nýjar vörur.
Núna í vor hannaði Desi sína aðra línu í samstarfi við sólgleraugna fyrirtækið Quay Astralia og eru gleraugun með þeim flottari sem ég hef séð.
Ég hreinlega stóðst ekki mátið og varð að kaupa mér eitt par og pantaði ég High key black fade sólgleraugun. Mín gleraugu pantaði ég á Dayoff.is, en það er íslensk heima síða sem selur Q/A sólgleraugun.
Á Dayoff.is fást aðrar týpur af glerugum frá Quay Astralia.
Halldóra hjá Dayoff.is var svo yndisleg að vilja gefa ykkur lesendum Fagurkera.is 15% afslátt af sólgleraugum að eigin vali frá laugardeginum 24 júní fram á mánudaginn 26 júní með kóðanum fagurkerar
Þannig endilega ef þú fílar stór chunky sólgleraugu ekki hika við að næla þér í þau á góðu verði.
Þið finnið mig á snapchat: siggalena & instagram: siggalena
No Comments