Lífið Sigga Lena

Plastlaus september

Okkur Fagurkerum er mjög annt um umhverfið og viljum því vekja athygli á átaki sem er að fara í gang í september sem nefnist Plastlaus september!

 

19956710_1616217675120313_3405525940572144484_o

Plastlaus september er árvekniátak, sem hefst þann 1. september 2017. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka plastnotkun. Gríðarlegt magn af einnota plasti endar í landfyllingum og í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Allt plast sem hefur verið framleitt er enn til, það brotnar niður í smærri einingar en eyðist ekki. 

Upplýsingar um þetta magnaða átak og hvernig þú átt að taka þátt er inn á plastlausseptember.is

Þetta er átak sem allir ættu að kynna sér og taka þátt í. 

Ég er allavegana búin að skrá mig til leiks og hvet þig kæri lesandi til þess að gera hið sama.

15781263_1094056807383226_2447449451151502504_n

Ég er búin að næla mér í margnota poka frá Envirosax og fást þeir á kríukot.is. Nú ætla ég að hætta að verlsa mér plastpoka í matvörubúðum og bara vera með margnota poka með mér. Búin að setja tvo poka í veskið og búin að setja tvo í hanskahólfið á bílnum. Ég ætla mér að standa mig, en ef þið sjáið mig með plastpoka í september hvort sem það er út í búð eða á snapchat væru þið þá til í að pikka í mig 😉

Kríukot.is er 100% með í þessu átaki og í setpember eru þau með sérstakt tilboð á margnota pokum til þess að allir geta tekið þátt, því margt smátt gerir eitt stórt þegar kemur að náttúrunni okkar. 

Í Bandaríkjunum notar hver einstaklingur í kringum 6 plastpoka á viku. Við íslendingar erum um 300.000 og væri samsvarandi notkun því um 1,8 milljónir poka í hverri viku. Plast er lengi að brotna niður í náttúrunni. Meðal notkun á hvern plastpoka er um 25 mínútur, en niðurbrot plasts í náttúrunni tekur hundruði ára.

Envirosax pokarnir eru léttir, meðfærilegir og geta enst í allt að 5 ár, sem þýðir að einn poki getur hugsanlega komið í staðinn fyrir 5,000 einnota plastpoka. Burðargeta pokanna er allt að 20 kíló og hægt er að handþvo þá á 20 gráðum. 

Hér fyrir neðan sái þið þá poka sem eru á afslætti svo endilega nýtið ykkur afsláttinn og tökum höndum saman um plastlausann sepetember.

Gerum það rétta, hugsum um umhverfið og notum margnota poka!

Þangað til næst…

cca7613a15d50ebe649efee62ee66b93

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply