Afmæli og veislur Fjölskylda Lífið Partý Þórey

Photobooth í brúðkaupinu

•Færslan er unnin í samstarfi•

Í brúðkaupsveislunni ákváðum við að hafa ekki ljósmyndara að mynda veisluhöldin en ég var alveg ákveðin í að ég vildi hafa photobooth.

Ég skoðaði möguleika sem voru í boði og mér leist best á síðuna Selfie.is

Börnin okkar elskuðu þetta!

Börnin okkar elskuðu þetta!

Mér fannst síðan þeirra einföld! Það heillar mig þegar ég finn upplýsingar um verð og vöru á einfaldan hátt. Svo ég setti mig í samband við þá hjá Selfie.is og pantaði myndakassa, prentara og bakgrunn. Þeir voru svo elskulegir að bjóða mér samstarf í formi afsláttar og auka magn af útprentuðum myndum.

Dásamleg hvað vinir okkar voru dugleg að taka myndir með börnunum okkar í veislunni

Dásamleg hvað vinir okkar voru dugleg að taka myndir með börnunum okkar í veislunni

Veislugestir fóru svo sjálfir í myndakassann, tóku myndir, prentuðu út og límdu í gestabókina. Nei sko þvílíka snilldin!

Gestabókin & fallegar kveðjur

Gestabókin & fallegar kveðjur

Ég vildi ekki hafa props þó svo það væri í boði, mig langaði einfaldlega eiga myndirnar af fólkinu okkar án þess að þau væru með gríngleraugu, hatta eða þess háttar… en ég setti þrjár rósir við myndakassann sem mér fannst mjög sætt ef fólk vildi nota þær.

Hver þarf props þegar þú hefur kleinuhringi!

Hver þarf props þegar þú hefur kleinuhringi!

En ég gæti ekki verið ánægðari með þjónustun, myndirnar og útprentunina. Svo fengum við allar myndir sendar í tölvupósti daginn eftir. 

Myndakassinn var settur upp daginn fyrir brúðkaupið, sem þeir sáu alfarið um. Síðan mættu þeir um nóttina þegar veislan var búin og tóku þetta saman. 

Takk kærlega fyrir okkur Selfie.is, við munum klárlega nýta okkur ykkar þjónustu aftur í næstu myndakassaveislu!

www.selfie.is er einnig með Instagram – smelltu HÉR til að fara beint á Instagram reikninginn þeirra.

 

þórey undirskrift

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply