Ég var með 1árs afmæli fyrir Emblu Ýr dóttur mína um helgina og skellti í bæði ostasalat og ótrúlega girnilegt pastasalat. Ég klúðraði því reyndar að taka myndir af öllum undirbúningnum sökum tímaleysis en þetta er alls ekki flókið og bæði salötin má alveg gera daginn áður til að flýta fyrir.
Pastasalat
- 350g soðnar pastaskrúfur
- 1 pakki skinka
- 1 bréf pepperoni
- 1 lítill púrrulaukur
- mangó í litlum bitum eftir smekk
- 1 rauð paprika
- 1 mexíkó ostur
- 1 piparostur
- 1 pepperóní ostur
- 1 dós sýrður rjómi
- 1 dós Hellmanns majónes (tóma dósin af sýrðum rjóma fyllt af majónes)
- salt og pipar
- sítrónusafi
Skinka, pepperoni, ostar, púrrulaukur paprika og mangó skorið í litla bita og blandað saman við pastaskrúfur, sýrðan rjóma, majónes, salt, pipar og sítrónusafa.
Ostasalat
- 1 camenbert ostur
- 1 paprikuostur
- 1 púrrulaukur
- 1 rauð paprika
- 40stk rauð vínber
- lítil dós ananaskurl
- ca 2/3 dós sýrður rjómi
- ca 4-5 mtsk Hellmanns majónes
- svartur pipar
Ostar, púrrulaukur, paprika og vínber skorið í bita og blandað saman. Mesti vökvinn kreistur úr ananas og bætt útí ásamt sýrðum rjóma, majónes og svörtum pipar.
No Comments