Hanna Þóra Heilsa Matur

Ómótstæðilegur prótein súkkulaðibúðingur – Uppskrift

Janúar… Mánuðurinn sem að öll þjóðin er í allsherjar átaki og allir reyna að halda í nýslegið áramótaheit eða jafnvel áramótaheitið frá 1994 ef því er að skipta.

Ég sjálf ákvað að taka ofurmánuð í janúar og starta árinu með stíl og hefur það gengið þokkalega þessa 8 daga sem af er ári og er því tilvalið að prófa sig áfram í eldhúsinu og finna uppá hollara gotteríi til að halda sykurpúkanum aðeins frá.

Ég reyni að vera dugleg að sýna frá matararæðinu inná snappinu mínu ásamt ýmsu öðru ef þið viljið fylgjast með mínum ofurmánuði – Hannsythora
fjarda snap

Ég komst að því að þessi einfaldasti súkkulaði prótein búðingur sem fyrir finnst er algjör himnasending og góður á hvaða tíma dagsins sem er.
Jú draumurinn að borða súkkulaðibúðing í morgunmat rættist 😀

Uppskriftin

Hálfur desilítri chia fræ

Ein skeið súkkulaðipróftein

1-2 dl Mjólk  (Möndlu,kasjú,soya eða venjuleg allt eftir smekk)

OPN-02866-1
Ég nota double rich chocolate sem ég keypti í prótín.is sem er í síðumúla og er einnig með vefverslun www.protin.is
Við höfum keypt þetta prótein í tæp 10 ár og erum mjög ánægð með þessa vöru.
IMG_20180108_122829
Ég set chia fræin í glas eða box og blanda einni skeið af prótíninu útí og blanda vel saman áður en mjólkin fer útí.
IMG_20180108_123000

Eftir að mjólkin fer útí passa ég að hræra vel upp í búðingnum og að ekkert verði eftir óhrært í botninum.

Búðingurinn þarf að bíða í ísskáp meðan fræin drekka í sig vökvann og því er einnig tilvalið að gera búðinginn að kvöldi fyrir næsta morgun.

IMG_20180108_124209

Verði ykkur að góðu! 🙂
Hanna

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply