Gjafahugmyndir Hönnun Tinna Tíska

Óli prik – flottustu húfurnar og buffalóin

Mig langar rosalega mikið að segja ykkur frá uppáhalds fyrirtækinu mínu. Þetta er lítið og farsælt fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett í Hafnarfirði og heitir Óli prik. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 en eigandinn var búin að vera að sauma í mörg, mörg ár áður en hún ákvað að stofna fyrirtækið. Síðan að fyrirtækið var stofnað fyrir rúmum tíu árum hefur það vaxið hratt og blómstrað með árunum og hefur verið  mjög gaman að fylgjast með því <3

11742789_10153102707609422_4166667587790695150_n
Óli Freyr minn með Spiderman flíshúfu

99% af því sem fer á höfuðið á mínum börnum eru húfur og buffaló frá Óla prik. Þó svo að þetta sé fyrirtæki mömmu minnar þá er það bara klárt mál að þetta eru bestu húfurnar. Ég veit ekki hversu oft ég hef tekið á móti ánægðum viðskiptavinum sem koma ár eftir ár og tala um góða þjónustu og æðislegar vörur. Húfurnar eru svo vandaðar, fallegar og hlýjar. Úrvalið er líka ekkert grín, það ættu allir að finna eitthvað við hæfi! 🙂

1917085_195968030398_2427326_n
Aðeins of krúttlegir tvíburar <3 Ánægður viðskiptavinur sendi Óla prik þessa mynd

Mamma saumar öll buffalóin og allar húfurnar sjálf (nema prjónahúfurnar) þannig að þetta er að sjálfsögðu íslensk framleiðsla, sem að mér finnst persónulega alltaf vera mjög mikill kostur þegar ég er að versla 🙂

15894653_10154357798049422_637021067769969457_n
Krúttin mín bæði með buffaló <3

Nafnamerking fylgir frítt með öllum vörunum sem er svo mikil snilld, það er enginn að fara stela húfu frá barninu þínu þar sem hún er sérmerkt, sem er auðvitað æði í leikskólann. Það eina sem ekki hægt er að merkja með nafni eru bómullar lambhúshetturnar þar sem þær eru svo þunnar 🙂

10357183_10153271966254422_7475428691027368191_n
Óli með bómullar lambhúshettu sem ég elska að nota á sumrin, finnst þær æðislegar. Svo er einnig hægt að fá flís lambhúshettur sem er gott að nota í kuldanum

Óli prik er að selja alls kyns vörur og má þar nefna húfur, buffaló, handklæði o. fl. Þessar vörur eru líka svo ótrúlega sniðug gjafavara, aumingja mamma, alltaf þegar ég fer í afmæli þá mæti ég hehe, mammaaaa má ég fá húfu eða buffaló til að gefa í afmælisgjöf 😀

15894467_10154358066019422_4251562818815873354_n
Nýjasta nýtt hjá Óla prik eru þessar æðislegu húfur sem eru strax í algjöru uppáhaldi hjá mér. Úr tvöföldu flís og með krúttlegum dúsk

Mig langaði bara að gefa mömmu og fyrirtækinu hennar smá shoutout þar sem það verður enginn svikinn af þessum vörum, en þær eru einfaldlega æði <3

15978013_10154357795489422_5630648544589709507_n
Óli með hvolpasveita flíshúfu án banda. Hægt að fá flíshúfur án banda og eru þær að fara á börn alveg upp í 6 til 7 ára aldurs 🙂

En á heimasíðu Óla prik er að finna allar vörur sem eru í boði og hægt er að panta í gegnum heimasíðuna. Þar má einnig finna stærðir og verð á öllu 🙂
Mér finnst líka svo mikil snilld hvað þessar vörur eru á góðu verði.

Heimasíðan er hér.
Facebook síðan er hér.

10492498_10152233257494422_8533566702540863075_n
Óli sætur með buffalóið sitt. Fullorðnir geta svo að sjálfsögðu fengið húfu á sig líka, “Bad hair day” húfan klikkar seint 🙂 Prjónahúfurnar koma í one size og passa því á alla hausa, meira segja minn fótboltahaus 😉

Jæja ætla að segja þetta gott, ég átti mjög erfitt með að velja myndir fyrir þessa færslu þar sem ég á örugglega 500 myndir af börnunum mímum með húfur og buffaló frá Óla prik 🙂

15978113_10154358024859422_4317042886377184744_n
Varð að leyfa þessari að fylgja með líka þar sem ég elska flís lambhúshetturnar og er að nota þær mjög mikið á veturnar þar sem þær ná langt niður á háls þannig að börnunum verður ekkert kalt á hálsinum <3

tf

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply