Matur Tinna

Ódýr, fljótlegur og ljúffengur kvöldverður

Ég sver það ég var Ítali í fyrra lífi, það bara stemmir ekkert annað! Ef ég mætti ráða þá myndi ég lifa á brauði og pasta. Ég elska pasta, samlokur, pizzur..mmm já bara s.s. allt sem er fitandi..oh well..

Mig langar til þess að segja ykkur frá því sem við höfum stundum í matinn hjá okkur þegar við nennum alls engum metnaði í að elda, sem er alveg frekar oft hoho.

Vindum okkur beint í þetta. Þetta eru sem sagt baguette með kjúkling, pítusósu og grænmeti, tekur c.a. 25 míns að græja þetta!

15492276_10154281674434422_3006252926614933445_n

Þetta er að mínu mati alveg fáránlega gott og mjög barnvænt líka. Passa bara að brenna ekki baguette-ið eins og ég gerði um daginn, þetta varð að kolamolum og börnin gátu ómögulega bitið í brauðið. Við foreldrarnir létum okkur samt hafa það 😛

Það sem þarf:

Baguette (ég kaupi frosin í Bónus, koma 5 eða 6 saman í pakka)

Kjúklingabringur (eða bara í rauninni hvaða kjöt/álegg sem er!)

Pítusósa (eða já bara hvaða sósa sem er)

Grænmeti 

Það er ekkert flókið við þetta og þetta segir sig alveg sjálft þannig að ég held það sé algjör óþarfi að vera með einhverja aðferðar-lýsingu 🙂 Steikja kjúlla, baguette í ofninn..þið fattið þetta 😉

Ég hef bara oft verið sek við það að vera gjörsamlega hugmyndasnauð þegar það kemur að mat sem er fljótlegur en samt mjög góður þannig mér finnst þetta algjör snilld því þessi hráefni eru eitthvað sem við eigum oftast alltaf til heima.

Jæja hættið að lesa og farið að “elda” 😀

tf

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply