Beauty Makeup Snyrting Þórey

Nýi uppáhalds förðunarburstinn minn

Ég fékk senda gjöf um daginn frá versluninni Daríu sem er ein af mínum uppáhalds förðunar- & snyrtivöruverslunum. 

Gjöfin sem hún Jóhanna eigandi verslunarinnar sendi mér var sko ekki af verri endanum, enda eru nýju burstarnir frá Nanshy algjörlega geggjaðir og ég var svo heppin að fá þrjá.

En ég er gjörsamlega ástfangin af farðaburstanum sem var í pakkanum. Hann heitir Buffed base 01.

IMG_1807

IMG_1830

 

Áferðin verður alveg jöfn og ég þarf ekki að dúmpa yfir farðann með svampi eftir á eins og svo oft þegar maður notar bursta til að bera farða á sig.

Burstinn dreifir vel úr farðanum og það fer ekkert til spillis og það finnst mér alltaf stór plús.

IMG_1804

 

Burstasettin eru á mjög góðu verði og ég hlakka til að prófa fleiri bursta frá þessu nýja og flotta merki.

Burstana er hægt að versla HÉR og einnig í versluninni á Hafnargötu í Reykjanesbæ.

Takk fyrir mig<3

ÞÓREY

þórey undirskrift

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply