Ég á afmæli tuttugasta september og fagna ég þrjátíu og tveimur árum. Mér finnst afskaplega gaman að eiga afmæli, þar af leiðandi held ég upp á afmælið mitt á hverju ári. Nema í fyrra gerði ég það ekki af einhverjum ástæðum sennilega af því að ég hélt stóra veislu þegar ég varð þrítug.
Þegar ég hélt upp á þrítugs afmælið mitt þá vann ég mér í haginn, bakaði mest allt viku á undan og frysti, skreytti svo og setti saman deginum áður.
Það sem á boðstólnum var, litlar cupcakes, cakepops, makkarónur, pönnukökur með sykri, osta og vínberja pinna, samlokur með eggjasalati, ostasalat og kex, litlar tortillur og ávexti.
Ég veit ekki hvað ég gerði margar makkarónu uppskriftir sem misheppnuðust þangað til ég náði að gera þær fullkomnar.
Mamma & amma hjálpuðu mér mikið, hefði ekki getað gert þetta án þeirra.
Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum útvöldum, en ég var með polaroid myndavél og fékk ég mynd af hverjum og einum. Myndin var svo sett í gestabók og eitthvað krúttlegt og sætt skrifað þar inn í. Ég mæli með því að láta fólk skrifa þegar það er búið að fá sér örlítið áfengi, en ég er ennþá að hlægja yfir minni bók.
Núna er undirbúningur hafinn að fullu fyrir næstu veislu sem ég ætla að halda laugardaginn sextánda september og er ykkur velkomið að fylgjast með ferlinu og því sem framundan er. Ég þarf líka að skreppa í Target í vikunni og kaupa smá aukalega sem vantar.
Þangað til næst
No Comments