Fjölskylda Lífið Tinna

Misheppnað (en yndislegt) sumarfrí í máli & myndum

Vá hvað það er langt síðan það kom færsla frá mér, tók mér heldur betur langt blogg-sumarfrí en ætla að koma sterk til baka núna 😉

 

Ég ákvað bæði að taka gott bloggfrí og endurhlaða batteríin – og einnig hef ég ekkert verið í neinu stuði, en er öll að koma til!

 

Þetta sumarfrí var nú meiri rússíbaninn – fór ekki alveg eins og ég hafði planað! Við fjölskyldan fórum sem sagt í sumarfrí frá 11. júlí til og með 14. ágúst. Ég var búin að búa til sjúklega skemmtilegan og raunhæfan sumarfríslista yfir skemmtilega hluti sem við ætluðum að gera með krökkunum, en því miður náðum við ekki að gera allt á listanum í þetta sinn – það er alltaf næsta ár!      –> fyrir áhugasama þá er sumarfrís-listinn sem ég gerði HÉR.

 

39539453_10155850799459422_849858068056375296_n

 

En mig langar að segja ykkur frá dásamlega misheppnaða sumarfríinu mínu….

 

Þetta byrjaði s.s. allt saman á því að Ríta (kisan mín hehe) fór í geldingu sama dag og fríið byrjaði. Aðgerðin gekk vel, en það gekk alls ekki vel eftir að við komum heim! Hún HATAÐI að vera með skerm yfir hálsinum og ég svaf ekkert fyrstu nóttina því ég var með svo miklar áhyggjur að hún myndi ná að festa sig einhversstaðar og hreinlega drepa sig með þennan kraga. Þannig að fyrstu 2-3 dagarnir fóru í það að ég var með mjög miklar áhyggjur af henni og svar mjög illa og endaði á því að kaupa uppblásinn skerm (mæli með!) sem henni leið MUN betur með. En hins vegar var hún ælandi á fullu og þessir dagar fóru í nokkrar dýraspítalaferðir og endalausar áhyggjur. En sem betur fer var þetta bara ofnæmi hjá henni fyrir verkjalyfjunum, en ekkert alvarlegt (er mjög brennd eftir að Aría mín dó um daginn og það byrjaði einmitt þannig að hún var ælandi mikið þannig að ég ímyndaði mér að það sama væri að Rítu!). En svo loksins þegar ég hélt að þetta kisu-drama væri að klárast, kom í ljós að kötturinn var kominn með sýkingu í skurðinn, frábært! Þannig að við tók önnur spítala heimsókn og sýklalyfjakúr (Rítu til mikillar skemmtunnar, eða þannig). Fyrsti kúrinn voru 7 dagar og svo kom í ljós að enn var smá sýking og þá fór hún á 5 daga kúr í viðbót. Þannig að já, það er búið að vera fáránlega mikið kisu-drama á mínu heimili þetta árið! Fyrst dó Aría mín úr nýrnabilun aðeins 3 ára gömul og svo þetta geldingarvesen með Rítu, en það er sem betur fer búið núna!! 🙂

Jæja þá er kisu-drama-sagan búin en þarna hætti ekki vesenið….

 

Strax og Ríta var orðin góð og ég sá fyrir mér að loksins gætum við farið að njóta sumarfrísins í botn þá varð ég veik og lá í rúminu í 3 daga. Jafnaði mig svo og þá tók auðvitað Arnór strax við og lá einnig í 3 daga. Þegar hann svo loksins jafnaði sig þá áttum við 2 daga áður en við fórum í 11 daga ferðalag. Þessir 2 dagar voru mjög góðir (hefði viljað eiga fleiri samt!) en svo tók við ferðalag, það var reyndar yndisleegt frá A-Ö en endaði EKKI vel, kem að því síðar….

 

39112164_10155831442409422_6576761430408691712_n
Aðeins að spjalla við Rítu á messenger og sjá til  þess að hún hafði það nice á meðan við vorum í ferðalaginu ;D

 

 

Við fórum s.s. fyrst til Neskaupstaðar og gistum þar í 3 nætur og færðum okkur svo yfir á Hrafnagil og vorum þar í 7 nætur. Ferðalagið var frábært og var þetta 4 árið í röð sem við fórum í þetta ferðalag í fellihýsinu. Við vorum reyndar að vinna með mömmu (fyrirtækinu hennar, Óli prik) 6 daga af 11 en þetta var ógeðslega skemmtilegt, eins og alltaf. Krakkarnir sváfu eins og englar í fellihýsinu og voru að sofa til 7:30 og allt að 9 á morgnanna!!!! Voru búin að vera vakna á milli 6 og 7  heima í nokkra mánuði!

 

 

39012083_10155014283364364_7493621654002597888_n

 

39751975_10155850799174422_6203610475549163520_n

 

39568536_10155850799104422_3227969305094127616_n

 

39755180_10155850799749422_6745666611371311104_n
Kósý í fellihýsinu

 

Svo kom að síðasta deginum í ferðalaginu og ég var mjög spennt að við værum að fara keyra heim á sunnudeginum svo við gætum átt saman 2 heila daga áður en við færum að vinna. Planið var s.s. að hafa krakkana heima á mánudeginum og gera eitthvað skemmtilegt saman og svo á þriðjudeginum ætluðum við að setja krakkana á leikskólann og eiga heilan dag heima, saman bara við tvö, að gera ekki neitt nema chilla og hafa það nice (sem hefur btw aldrei gerst eftir að krakkarnir fæddust!). Nema hvað að auðvitað vaknaði ég veik síðasta daginn í ferðalaginu og lá í rúminu heima mánud-miðvikud eftir að við komum heim og þurfti að hringja mig inn veika fyrsta daginn eftir sumarfrí!!! Hversu óheppin er ég búin að vera eiginlega??
En mér finnst þetta bara ógeðslega fyndið núna, en fannst þetta ekkert svaka fyndið á meðan þessu stóð….

 

Þannig að markmið mitt fyrir sumarfrí 2019: ekkert kisuvesen og engin veikindi!! 😉 

 

Langaði bara aðeins að láta heyrast frá mér á þessu bloggi og hlakka til haustins með ykkur kæru lesendur <3

 

39557996_10155850799654422_7641275972439769088_n

39522119_10155850799624422_3544399345589682176_n

39558218_10155850799294422_5313553777049993216_n

 

39609992_10155850800074422_7059751135866781696_n

38920526_10155014280694364_1174587857973542912_n

Við mamma þurftum auðvitað nauðsynlega að versla aðeins í Lindex á Akureyri….

 

39536094_10155850799369422_7553312387927900160_n

39594098_10155850799114422_8223342374324011008_n

39685890_10155850799324422_3150055153780916224_n

39739902_10155850799859422_781954145480343552_n

39698796_10155850800014422_1489521050826833920_n

39775390_10155852235699422_1127876300468387840_n

39585368_10155852236559422_4632985770565566464_n

39864417_10155852235394422_8399666162102697984_n

 

 

 

Þangað til næst….

 

TF

 

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

Snapchat og Instagram: tinnzy88

 

 

 

 

You Might Also Like

4 Comments

 • Reply
  Jennzy Lind
  21. August, 2018 at 7:43 pm

  Vesenið á þér stelpa 😁 en það var náttúrulega skemmtilegast á Neistaflugi 😁😉 hlakka til næst!

 • Tinna
  Reply
  Tinna
  22. August, 2018 at 12:52 pm

  Sömuleiðis mín kæra :*

 • Reply
  RefGG
  24. August, 2018 at 11:59 am

  Tinna, thank you for this post. Its very inspiring.gluten sensitivity

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   6. September, 2018 at 10:54 am

   Thank you for your comment <3

  Leave a Reply