Börn og uppeldi Hanna Þóra

Mikill blóðmissir í fæðingu – mín reynslusaga

Árið 2012 eignaðist ég frumburð minn hann Tómas sem kom nánast á settum degi , bara þremur klukkutímum “of seint ”
Meðgangan gekk rosalega vel, mér leið mjög vel og allt eins og það átti að vera.
Ég hafði oft heyrt þetta að maður getur ekki planað fæðingu í rauninni því þú veist aldrei hvernig þetta mun ganga, jafnvel þótt um fjölbyrju sé að ræða.

 

Hann fæðist á hreiðrinu á Landspítalanum kl 3  um nóttina og var alveg fullkominn. Fylgjan kom út stuttu síðar og allt leit vel út.
Hann byrjaði að taka brjóst alveg um leið og við fengum morgunmat uppí rúm og nutum tímans.577531_10150702661678008_1276574266_n

 

Svo gerist það að ég finn svo mikinn þrýsting í maganum og bað manninn minn að taka strákinn til sín og ég sest upp.
Þá finn ég svakalegar gusur koma út og greinilegt að það er mjög mikil blæðing.
Ljósmóðirin kemur og kallar til lækni og þær í sameiningu fara að þrýsta á magann á mér líkt og þær væru að skella í piparkökudeig sem var auðvitað nauðsynlegt en virkilega óþægilegt.

Þær gáfu mér nokkrar sprautur í lærið og í æð til að reyna að fá blæðinguna til að hætta og að fá legið til að dragast betur saman en allt kom fyrir ekki.
Þær ýta á hnappinn og allt í einu birtust 10 starfmenn í viðbótar á augnabliki, ég man að ég hugsaði með mér ” ég er í frábærum höndum”

Þarna var ákveðið að ég færi í útskaf til að skoða betur hvað væri að valda blæðingunni og til að koma í veg fyrir frekari blóðmissi. Þarna var mér rúllað frá strákunum mínum og beint inn á skurðstofu.

Eftir sat maðurinn minn með nýfæddan soninn, allt útí blóði á stofunni og þetta ekki alveg bláa skýið sem við höfðum hugsað okkur að við yrðum á.

319775_10150702660248008_131286045_nMynd : Hanna Þóra

 

Við mér tók skurðstofuteymi sem minnti mig á eitthvað atriði úr Greys anatomy og það kom upp einhver ágreiningur milli hjúkrunarfræðingsins og þeirri sem er að undirbúa sjúklinginn fyrir aðgerðina, og ég spyr lækninn hvort að þetta sé bara alveg eins og í Greys ? Hún kinkaði vandræðalega kolli en svo var að koma að svæfingu.

Svæfingalæknirinn fer að spyrja mig útí svæfingu og hvað sé langt síðan ég borðaði seinast, ég segi honum að ég hafi verið að enda við að borða tvær brauðsneiðar með osti og drekka safa. Svipurinn á manninum var svakalegur enda er auðvitað æskilegast að sjúklingur sé fastandi fyrir aðgerð til að koma í veg fyrir sýkingarhættu ef ske kynni að sjúklingur kasti upp. En þetta blessaðist allt saman og gekk eins og í sögu.

Aðgerðin gekk vel en þar sem þetta var á öðrum í páskum fór ég í vöknun á gjörgæslunni með fólki sem hafði greinilega lent í slysi og var í dái og tengt við allskyns tæki sem hljómuðu eins og geimskip að lenda……..     enn og aftur ekki það bláa ský sem maður óskar sér.

Ég þurfti að bíða þar til klukkan var hálf 10 inni á gjörgæslunni þar til ég fékk að fara aftur til strákanna minna, aldrei hefur tíminn liðið jafn hægt!
Það voru miklir fagnaðarfundir þegar ég komst loksins til þeirra og þvílíkur léttir að sjá að þeim leið báðum vel.

Læknarnir komu að kíkja á okkur og sögðu frá því að ég hafði misst rúmlega 1 og hálfan lítra af blóði og það myndi orsaka slappleika næstu vikurnar. Ég sagði þeim að ég hafði engan tíma til þess að vera slöpp útaf blóðleysi þar sem ég væri með nýfætt barn og öll mín orka ætti að fara í að hugsa um hann og mig sjálfa. Heimaljósmóðirin mín fékk svo símtal þar sem hún fékk að heyra hvernig staðan væri og lýsti yfir hneykslun sinni á því að blóðgjöf væri ekki nú þegar hafin miðað við það sem á undan hafði gengið. Svo fór að ég óskaði sjálf eftir blóðgjöf í samráði við lækninn og fékk það fram.

Gefnar voru 3 einingar af blóði úr besta banka landsins og munurinn sem ég fann alveg um leið! Orkan var mun meiri, mjólkurframleiðslan komst á fullt og mér leið miklu betur.

Ég er svo þakklát blóðgjafanum og hvet alla til þess að gefa blóð eða amk athuga hvort þeir geti gefið blóð. Sjálf er ég á leiðinni á næstunni að athuga hvort ég megi gefa í þennan yndislega banka.

Starfsfólk Landspítalans er yndislegt og hugsar vel um þá sem þar eru, þau eiga svo sannarlega meira skilið en það sem þau fá í dag!

Öll þessi atburðarás gerðist svo hratt og það var erfitt að púsla öllu saman þegar þessu var lokið. Ég pantaði afrit af mæðraskránni og fékk svör við ýmsu þar um hvað gerðist nákvæmlega og afhverju, það eitt og sér hjálpaði mér helling.

199383_10151072091838008_1289080157_n

Mamma með Tómas sinn

 

Við tók langur tími þar sem ég þurfti að taka blóðaukandi vítamín og mæli ég með Feroglobin. Það inniheldur mikið járn og hefur áhrif á framleiðslu blóðkornanna. Það er í fljótandi formi og mér fannst það betra uppá meltinguna heldur en þessar töflur sem eru í boði.

qq_20150626120306

 

Mín ráð til verðandi mæðra:

Það er aldrei hægt að plana fæðingu í þaula, það getur alltaf eitthvað komið uppá og hver fæðing er algerlega einstök.
Gott er að hafa hugmyndir um hvað maður vill eða vill ekki en þegar kemur að þessu er nauðsynlegt að vera opinn fyrir því sem gæti gerst svo maður sé undirbúinn. Mikilvægt er líka að ræða við þá sem verða viðstaddir um hvernig þetta gæti mögulega verið eða orðið því það getur verið mjög átakanlegt að horfa uppá ástvin sinn í þessum aðstæðum.

 

Hanna

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply