Heilsa Lífið Tinna

Meistaramánuður framundan!

Jæja, þá fer alveg að koma febrúar..sem þýðir aðeins eitt..ég var búin að LOFA sjálfri mér að reyna koma upp úr þessari djúpu holu sem ég er komin í.

Það er svo ótrúlega erfitt að vilja vera í góðu formi en vilja samt svo mikið nammi og RUSL. Þetta er alveg óþolandi, mig langar svo mikið að vera í flottu formi en skola svo þessum vilja niður með pepsi og sósuklessu-samloku.

Mér finnst alveg óþolandi að vera svona manneskja sem er bara all in eða all out. Það eru svo margir sem segja við mig: “Af hverju færðu þér ekki bara eina Pepsi dós á dag, borðar hollt og færð þér nammi öðru hvoru?” ….OH I WISH! Ég þrái ekkert heitar, ég er bara svo afskaplega mikið SMÁBARN að ég annað hvort lifi bara á rusli eða ég fer all inn, stend mig vel og er BARA með nammidaga á laugardögum.

En svo er svo auðvelt að falla aftur í sama farið og það er svona það sem ég hef verið að gera aftur og aftur og aftur…….

En málið er að viljinn þarf svo mikið að vera til staðar, alveg 100% ef maður ætlar að ná árangri, það þýðir ekkert að taka sig á nema maður virkilega vilji það því annars fellur maður bara. Ég skil ekki af hverju þetta þarf að vera svona flókið, drekka mikið vatn, borða hollt og svo nammidagur á laugardögum..hljómar mjög einfalt ekki satt!? Í dag er föstudagur og ég er án gríns að borða sósuklessu-samloku og drekka Pepsi í morgunmat á sama tíma og ég skrifa þessa færslu,

EN nú er ég búin að taka ákvörðun….ÞETTA GENGUR EKKI LENGUR! Ég ætla ekki að halda þessu rugli áfram og hef því ákveðið að taka þátt í Meirstaramánuðinum í febrúar! 🙂

Mín heilsu-markmið fyrir febrúar eru:

-Drekka 2L af vatni á dag

-Borða hollt, reglulega og litla skammta í einu

-BARA nammidagur á laugardögum og þá ekki borða nammi fyrir allt lífið..

-EKKERT SVINDL Í BOÐI!!

Ég ætla sjá hvort þessi febrúarmánuður verði ekki bara góð byrjun fyrir mig til þess að virkilega taka mig saman í andlitinu og komast loksins í gott form! 🙂

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply