Mig langar til þess að deila með ykkur alveg ótrúlega góðum nýrnabaunarétt, svona þar sem ég er öll í hollustunni þessa dagana 😉
Þessi réttur hefur lengi verið einn af mínum uppáhalds & meira segja þegar ég er ekki í átaki þá elska ég hann, þannig þetta er ekki eitthvað sem ég er að pína ofan í mig í átakinu, heldur þá er þessi réttur hreint út sagt ótrúlega góður!
Ég er hlynnt því að borða ekki of mikið af kjöti, ég tel það ekki gott fyrir okkur að borða of mikið af kjöti, en allt er gott í hófi. Þannig að þessa dagana er ég er að reyna að bæta fleiri grænmetisréttum við fæðuna & ég er með nokkra sem eru alveg að slá í gegn hjá mér & þar á meðal þessi. Ég var búin að lofa að gefa upp uppskriftina á Snapchat en ákvað að skella í færslu frekar, þar sem þá getur fólk alltaf nálgast uppskriftina 🙂
Langar að taka það fram að þetta er uppskrift frá mömmu sem hún fékk í matreiðslubók sem hún átti fyrir mörgum árum.
Það sem þarf:
1/2 Púrrulaukur (samkv. uppskriftinni sem ég er með eru settir 2 laukar, en ég set 1/2 púrrulauk – smekksatriði)
1 paprika (ég set rauða)
2 gulrætur
400 gr tómatar í dós
2 dl vatn
2 súputeningar
1 tsk paprikuduft
1 tsk chilliduft
2 tsk cumin
Salt & pipar eftir smekk
1 dós nýrnabaunir
kartöflur
hrísgrjón
vefjur
Pabbi minn var vanur því að kvarta þegar þetta var í matinn því hann vildi kjöt, þannig að mamma hafði oft kjúkling með þessu fyrir hann, sem er líka gott. Þá er kjúllinn bara skorinn & steiktur á pönnu & svo er honum bætt við. Allt spurning um smekksatriði 🙂
Aðferð
Byrja á því að sjóða kartöflur & hrísgrjón. Næst er allt grænmetið skorið niður & það steikt á pönnu & látið krauma í smá stund (ég reyndar steiki það bara í botninum á pottinum sem ég nota fyrir réttinn!). Næst mauka ég tómatana & bæti þeim ásamt grænmetinu saman í pott & síðan er öllu bætt við (2 dl vatn, 2 súputengingar, & kryddið) nema nýrnabaununum, þær fara út í síðustu 5 mínúturnar. Þegar kartöflurnar eru reddý þá þarf að kæla þær aðeins & taka hýðið af. Síðan sker ég þær niður & bæti þeim út í réttinn. Áður en nýrnabaunirnar fara út í þá er best að taka allt vatn úr dósinni & skola baunirnar í sigti.
Rétturinn er borin fram í vefjum (sem ég hita aðeins í ofninum) & með hrísgrjónum.
Verði ykkur að góðu & mér þætti æði að fá myndir frá ykkur á Snapchat þið sem prófið að gera réttinn 🙂
Þið finnið mig á Snapchat, Instagram & Facebook: tinnzy88
No Comments