Heimilið Hönnun Lífið Sigga Lena

Literal streetart – Barcelona

 

 

Fyrir sjö árum síðan bjó ég í fallegustu borg í heimi. Barcelona hefur alltaf átt sérstakan stað í hjarta mínu og sá tími sem ég kallaði Barcelona heimilið mitt einstaklega skemmtilegur og eru margar góðar minningar sem fylgja þessari yndislegu borg.

En í dag komu foreldrar mínir í heimsókn og með þeim kom þessi svakalega fallega mynd af götum Barcelona borgar. Þau þekkja dóttur sína greinilega mjög vel þar sem ég var sjálf búin að ætla að kaupa myndina lengi en mamma mín varð fyrr til.

Takk mamma & pabbi!

11203524_1547644588789676_1581267627154453724_o

Mynd fengin frá Literal Streetart

 

Myndirnar er hægt að panta í þremur stærðum og um að gera að láta ímyndunaraflið ráða för þegar valið er um liti og stærð. Þetta er einstaklega skemmtileg og persónuleg gjöf fyrir einhvern sem manni þykir vænt um eða bara gjöf handa sjálfum sér.

Myndirnar kosta frá 5200 kr.

Þú getur búið til þína eigin götulist á heimasíðu Literal street hér

 

cca7613a15d50ebe649efee62ee66b93

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply