Beauty Hár Lífið Sigga Lena

Litasprey sem felur skallann!

Þessi færsla er ekki kostuð!

Eins og einhverjir vita þá hef ég verið að díla við mikið hárlos eftir meðgönguna. Það mikið að fólk er farið að taka eftir því. Ég hef alltaf verið með mjög mikið og þykkt hár en nú er svona 50% eftir af því, no joke! Ég vissi alltaf að konur misstu aðeins hárið eftir meðgöngu en það hvarlaði ekki að mér hvað þetta vær mikið og sennilega er það mjög einstaklingsbundið. Ég viðurkenni alveg að þetta er búið að fara pínu á sálina hjá mér.

Fallegi skalli!

En um daginn þá var ég á miðnætursprengjunni í Smáralind og kíkti á TaxFree hjá Hagkaup og rak þá augun í sprey frá LORÉAL sem heitir MAGIC RETOUCH. Þetta sprey er búið að bjarga sálinni hjá þessari mömmu. Ég spreyja smá í rótina og skallinn hverfur. Sjáið bara muninn á fyrir og eftir myndunum. Allt annað að sjá þessa stelpukonu.

Það eru einhverjir töfrar í þessu spreyi!

Miðað við það sem ég sá í Hagkaup eru til nokkrir litir af spreyinu og ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Ég nota litinn DARK BROWN

Ef þið viljið fylgjast með okkur mæðginum erum við á Instagram: SIGGALENA

Þangað til næst…

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply