Aníta Heilsa Lífið

Líf mitt í tímabilum: „Þessu hlýtur nú að fara að ljúka“

Þegar ég eignaðist Kristófer Vopna fyrir næstum því fimm árum síðan, þá var hann til að byrja með alveg svakalegt kveisubarn. Hann grét mikið og engdist um af magaverkjum með tilheyrandi svefnleysi og áhyggjum okkar foreldranna. Sem betur fer var þetta bara tímabil.10401884_10206110133303068_4102321793295073659_n

Stuttu eftir að hann fæddist kom svo í ljós að hann fékk í magann af mjólkurvörum og kastaði hann upp nánast stanslaust allan sólarhringinn, já líka á meðan hann svaf. Þrátt fyrir að ég tók út allar mjólkurvörur þá héldu ælubunurnar áfram hátt upp í eitt og hálft ár. En sem betur fer var þetta bara tímabil.

Þegar Viktoría, dóttir mín fæddist svo 15 mánuðum síðar, þá svaf hún ekkert á næturnar. Hún vaknaði reglulega alla nóttina. Ekki til þess að gráta og kvarta, nei bara til þess að fara á fætur. Henni fannst nefnilega leiðinlegt að sofa. Sem betur fer var þetta bara tímabil….

Eftir að ég eignaðist börnin mín þá fór fólk allt í einu að tala við mig um allt sem tímabil. Tanntökugrátur.. Tímabil.. Andvökunætur.. Tímabil.. Aðskilnaðarkvíði.. Tímabil.. Frekjuköst.. Tímabil..

Skyndilega var ég farin að mæla líf mitt í tímabilum. „Þessu hlýtur nú að fara að ljúka,“ var setning sem ég sagði ansi oft.

En það sem ég áttaði mig ekki á alveg strax var það að tímabilin voru ekki öll slæm.

Nýlega fattaði ég svo að lífið okkar allra kemur í tímabilum. Allt sem við gerum er á ákveðnu tímabili. Það var tímabilið sem við vorum í leikskóla, tímabilið sem við fórum í grunnskóla, tímabilið þar sem við vorum dugleg í ræktinni, tímabilið sem við vorum með allt of þunnar augabrúnir, tímabilið þegar við misstum gæludýr í fyrsta skiptið, tímabilið þar sem við vanræktum líkama okkar til þess að reyna að fylgja ákveðnum stöðlum, tímabilið sem við urðum ástfangin í fyrsta skiptið, tímabilið sem við urðum fyrir ástarsorg í fyrsta skiptið, tímabilið þar sem við héldum að við gætum ekki meira, tímabilið sem við gátum meira, tímabilið sem einhver nákominn veiktist, tímabilið sem við gengum í gegnum þegar við misstum þann sem við elskuðum.

Hér er ég á þremur mismunandi tímabilum í lífi mínu

Hér er ég á þremur mismunandi tímabilum í lífi mínu – Öll þeirra þykir mér vænt um í dag!

 

Öll þessi tímabil komu og fóru. Sum voru góð, einhver voru erfið, önnur vandræðaleg og einhver sorgleg. En hér erum við samt. Nú á þessu tímabili. Svo er það bara okkar að ákveða hvernig við nýtum tímabilin okkar. Við fáum öll mismörg tímabil og við vitum aldrei hvenær okkar tímabil klárast.

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply