Afmæli og veislur Bakstur Börn og uppeldi Hanna Þóra

Lego afmælisveisla

Ég fékk sykurmassamynd senda frá tertu – myndum að gjöf.

Ég elska veislur, hvort sem það eru skreytingar eða veitingar og skemmtilegast finnst mér að skapa þema úr því sem ég á til.

13105981_10153565495428008_1227554607_o

Ég var með afmælisveislu fyrir 4 ára frumburðinn minn á sumardaginn fyrsta og þar sem hann elskar Lego þá ákváðum við að það yrði þemað í ár.

Ég hef lengi safnað saman hugmyndum sem mig hefur langað að framkvæma í afmælum og ákvað að nýta tækifærið og prófa nýjar aðferðir og uppskriftir fyrir þessa afmælisveislu.


13078185_10153565495933008_382607507_o

Sérhver afmælisveisla hefur ávallt köku heima hjá mér með nóg af smjörkremi og fallega skreytt.

13106049_10153565495643008_585477906_o
Í þetta sinn langaði mig að prófa að panta prentaða sykurmassamynd til þess að spara mér tíma og fyrirhöfn enda nóg að stússast fyrir afmælið.

Ég hafði ég samband við Tertu-myndir á facebook og þeir voru svo elskulegir að senda mér eitt stk A4 sykurmassamynd.

Myndin sem ég pantaði af lego logo-inu kom heim að dyrum í góðu umslagi sem ver myndina og  rosalega auðvelt að skella henni bara á kökuna og skreyta meðfram með smjörkremi.

Þeir eru með hagstæð verð og persónulega þjónustu sem ég mun klárlega nýta mér fyrir næsta afmæli.
Úrvalið er líka gott þar sem hægt er að velja ýmsar stærðir bæði ferkantaðar, hringlóttar eða muffins myndir.

13081585_10153565740233008_1165638761_n

Eitt af því sem er alltaf vinsælt eru rice cripsies kökur, bæði vegna þess hve auðvelt er að búa þær til og einnig eru þær svo bragðgóðar.

Ég ákvað að setja þær í aðeins meiri hátíðarbúning og skellti þeim í vöffluform sem ég fann í Hagkaup.

13101566_10153565740213008_636152336_n

Ég notaði Ikea bókahillu sem stand fyrir þær á veisluborðinu ásamt því að eggjabakki á hvolfi er snilld að nota til þess að nota sem stand.

13078223_10153565495403008_1171142824_o
13059530_10153565495023008_995056622_n

Eitt af því sem mig hefur lengi langað að gera eru svona bollakökur þar sem smarties-ið virðist vera að hellast úr pakkanum yfir kremið.

13081716_10153565495673008_2061890854_n

13101158_10153565495758008_1897960698_n

Ég bjó til súkkulaði lego kalla um daginn á snapchat fagurkera sem ég notaði svo til að skreyta bollakökur og afmæliskökuna.

13059890_10153565495098008_930265914_n

Litrík rör í krukku með borða og lego mynd sem ég klippti út úr gömlum lego kassa, mér finnst skemmtilegast að nota það sem til er á heimilinu í stað þess að kaupa einnota skreytingar. Var svo með aðra með karamellum sem voru afgangs frá því á öskudaginn.
13105981_10153565495428008_1227554607_o

Ég setti fullt af duplo kubbum í vasa og lego hausinn ofaná hann til þess að fá ákveðna hæð á veisluborðið. Lego kassarnir komu líka skemmtilega út sitthvoru megin.

Ég elska að nota ikea ramma með undir kökur því þeir koma í öllum stærðum og gerðum, ýmsum litum og svo auðvelt í þrifum. Svo er lítið mál að setja msimunandi pappír inní rammann til þess að skapa sitt eigið þema.

13101215_10153565494973008_2075226682_n

Boðið var uppá límonaði sem gestir fylltu sjálfir á flöskur úr drykkjarbrunninum góða. Er mjög oft með þennan drykk í allskyns veislum og hann slær alltaf í gegn.

Uppskriftin er eins einföld og hægt er enda kaupi ég bara egils þykkni með sítrónu og lime bragði og blanda því í sódavatn ásamt sneiðum af appelsínum,
Einfalt og fljótlegt en samt öðruvísi!

Einhverjar myndir hér að ofan eru af Snapchat og skýrir mismunandi gæði á myndunum 🙂

Hanna
Hönnukökur

You Might Also Like