Ég keypti lax í búðinni um daginn og langaði að prófa eitthvað nýtt.
Útkoman var dámsamlega góð og ég bara verð að deila þessari snilld með ykkur 🙂
Ég elska pistasíu hneturnar frá this is nuts og ég kalla þetta algjörar dekurhnetur þar sem maður þarf ekki að taka utanaf þeim. Þær fást ma. í sælkeraverslunum, blómavali og fleiri stöðum.
Ég keypti svona fisk í bónus sem leit mjög vel út. setti hann á bökunarpappír og ofaní ofnfast mót.
Smá salt yfir fiskinn
Teriaki sósa sett yfir allan laxinn
Pistasíuhneturnar fara ofaná sósuna
Fetaosturinn þessi blái í olíunni fer svo ofaná allt að lokum.
Þetta fer svo inn í ofn í ca 30 mínútur eða þar til laxinn er tilbúinn 🙂
Ég var með brokkoli og gulrætur sem ég setti í ofninn með smá avokadó olíu og lakkríssalti sem er algjör dásemd!
Þið finnið mig á snapchat – Hannsythora
No Comments