Beauty Partý Tinna Tíska

Launch Partý: Törutrix vörurnar að fara í sölu hjá 4 You

4 You opnaði í byrjun nóvember í fyrra í Firðinum Hafnarfirði. Þar er m.a. að finna mikið úrval af glæsilegum tískufatnaði, veskjum, töskum, ásamt snyrti- og förðunarvörum. 

 

D257F25B-E148-4FE9-9B2F-F16F781F87C4
Dísa sæta, eigandi 4 You.

 

 4 You selur snyrtivörur frá nokkrum flottum gæðamerkjum og þar má t.d. nefna vörurnar frá Daríu

Einnig fást snyrtivörur frá danska merkinu Møllerup sem er nýtt merki á markaðnum. Vörurnar eru unnar úr hampi sem hefur gríðarlegan lækningarmátt og þær eru einnig lífrænar og cruelty free.

Sugarbearhair vörurnar eru líka fáanlegar í búðinni svo eitthvað sé nefnt, en sjón er sögu ríkari.

 

 A403037D-9281-4270-BF76-6FF5061033C6

 

Ég kíkti í búðina um daginn og verð að segja að hún er glæsileg. Ótrúlega flott og stílhrein. Ég mæli með að allir kíki í partýið, ég meina það er alltaf gaman að fara í partý á miðvikudögum og jafnvel versla smá í leiðinni! 😀 Ég varð að fá mér geggjaðar buxur sem ég sá, þær eru frá Kaffe og eru sjúkar, ég er auðvitað svo mikill plebbi að ég er ekki enn búin að taka mynd af mér í þeim en vá þær eru dásamlegar. Uppháar og hægt að fara í þeim í vinnuna og á djammið, svona flík sem virkar við öll tilefni. Þjónustan sem ég fékk var líka upp á 100%, ég var með bæði börnin með mér og Dísa var með allt til alls og lánaði krökkunum iPad meðan ég var að máta buxurnar hehe.

 

24900260_175159226404442_5255145993510368377_n

 

24899792_175159713071060_8288858281905543432_n

  

22769647_162831907637174_6206680158529273707_o

 

 N.k. miðvikudag verður glæsilegt launch partý þar sem frábæru vörurnar frá Törutrix verða fáanlegar í búðinni. En 4 You er fyrsta búðin sem mun selja vörurnar frá Törutrix 🙂

Partýið er frá kl 17-19 og verða flott tilboð í gangi, bæði á vörum frá Törutrix en einnig öðrum merkjum líka, svo verða líka gjafir og vinningar í boði!

 

 

0998CFE1-2114-46CD-AECE-6D0178B01514
Moroccan oil vörurnar eru líka fáanlegar hjá 4 you! 🙂

 

HÉR er linkur á viðburðinn.

4 You er með Facebook like síðu og hana má finna HÉR.

 

 

Þangað til næst

TF

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

Er líka á Instagram: tinnzy88

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply