Ég hef fengið ótal margar spurningar út í vefjurnar sem við vorum með í brúðkaupspartýinu okkar & það er svolítið síðan ég var búin að lofa færslu um þær en hér kemur færslan loksins 🙂
Ég smakkaði þær fyrst í babyshoweri hjá vinkonu minni & var inn í eldhúsi þegar vinkona hennar var að búa svona vefjur til & ég man að ég hugsaði með mér „ætli þetta sé málið..?“ því mér fannst þær ekkert voða spennó en svo smakkaði ég þær & OH MY ég sver það ég kláraði örugglega helminginn. Þessar vefjur eru svoo mikil snilld & fullkominn partýmatur & það bregst ekki að þær klárast alltaf!
Það sem þið þurfið:
-Vefjur (hægt að taka 6 eða 8 saman í pakka)
-Papriku
-Salsa sósu
-Rjómaost
-Ost
Ég gerði síðast 4 pakka af vefjum en það vantar hráefni á myndina. Ég notaði 3 paprikur & 6 salsasósur.
Það er sjúklega einfalt að útbúa þetta, en þið byrjið á því að smyrja vefjurnar með rjómaostinum, síðan salsasósunni, því næst er það paprikan (ég sker/saxa hana mjög smátt) & að lokum er ostinum stráð yfir.
Síðan er vefjunum rúllað upp & skornar í bita. VOILA reddý 🙂
Ég hef núna boðið upp á þær nokkrum sinnum & mun eflaust alltaf hafa þær í boði í partýum/veislum því þær slá alltaf í gegn. Vonandi finnst ykkur þær jafn góðar & mér!
Það er eitt sem mig langar að vara ykkur við varðandi salsasósur, þegar ég var að gera vefjurnar fyrir brúðkaupspartýið þá var ég auðvitað alltaf að troða upp í mig bitum inn á milli því þetta er svo gott, en tók eftir einhverju undarlegu bragði & fannst þetta ekki nógu gott, tók svo eftir því að ég var alveg óvart með sykurlausa salsasósu & hún var ógeð, jebb ég sagði ógeð. Ég tók hana samt bara í hillunni í Bónus þar sem salsasósurnar eru vanalega þannig að Arnór minn skaust út í búð & fann venjulega salsasósu, þvílíkur munur, eða það fannst mér allavega. Þannig ég mæli með að kíkja á dollurnar!
NOMNOMNOM
Þið finnið mig á Snapchat: tinnzy88 & á Instagram: tinnzy
2 Comments
Ólöf Sighvatsdóttir
14. June, 2017 at 9:55 pmGirnilegar vefjur 🙂 En er þetta ekkert hitað?
Tinna
15. June, 2017 at 4:03 pmNei ekkert hitaðar 🙂 Þær eru rosa goðar bara hálf kaldar 🙂