Afmæli og veislur Diy Matur Tinna

Langbestu partývefjurnar – ný færsla: nákvæm uppskrift & önnur aðferð

 

Ég gerði færslu í maí um uppáhalds partýmatinn minn sem eru vefjur með rjómaosti, salsasósu, smátt skorinni papriku & rifnum mozzarella osti. Ég hef fengið svo mikið af spurningum varðandi vefjurnar & mér finnst alveg einstaklega skemmtilegt þegar ég fæ sendar myndir frá fylgjendum mínum sem eru að gera vefjurnar fyrir veislu, partý, saumaklúbbinn o.s.frv. En ég hef mikið verið spurð út í nákvæma uppskrift. Ég var að gera núna 10 vefjupakka (80 vefjur) um daginn & ákvað að breyta aðeins til.

Áður fyrr smurði ég alltaf fyrst rjómaostinum á, svo salsasósunni, stráði svo papriku yfir & að lokum ostinum….& var því ekki með neina ákveðna uppskrift heldur bara dass af þessu & dass af hinu & það tók sinn tíma að smyrja vefjurnar!

Þannig að..núna ákvað ég að prufa aðra aðferð eftir að hún Hrönn Bjarna Fagurkeraskvísa var að gera vefjur fyrir veislu sem hún var með & hún s.s. henti öllum hráefnunum sem hún notaði í hrærivélina & ég hugsaði með mér að ég ætlaði svo sannarlega að prufa það næst því það sparar manni náttúrulega mikinn tíma! En til þess að það heppnist vel þá verður maður að vera með nákvæma uppskrift svo þetta bragðist vel & hlutfölin séu í lagi. Ég er búin að finna út hvað þarf að vera með mikið af hverju & þær eru enn betri en áður & það er hrærivélinni ( & Hrönn Bjarna 😉 ) að þakka!

 

Hér er nákvæm uppskrift fyrir ykkur:

1 vefjupakki (medium vefjur, 8 saman í pakka)

1 rauð paprika, smátt skorin

200 gr rjómaostur

1 dolla salsa (sem eru oftast um 260 gr.)

200 gr rifinn Mozzarella ostur (ég kaupi hvíta & græna pokann frá MS)

 

19437363_10154839014759422_8340378458535188573_n

 

Aðferð:

Byrjið á því að skera niður paprikuna & saxa svo, smátt.

Setjið rjómaostinn, salsasósuna & paprikuna í hrærivélina & leyfið þessu að blandast vel saman.

Smyrjið gumsinu (ok sorry að ég kalla þetta gums, ég finn ekkert gáfulegra orð í augnablikinu) á vefjurnar, c.a. 2 fullar matskeiðar á hverja vefju. Athugið að ekki þarf að smyrja vefjurnar alveg út í endana þar sem endarnir eru skornir af.

Stráið osti yfir.

Að lokum rúllið þið vefjunum upp, skerið endana af sitthvorumegin & skerið svo vefjuna, úr hverri vefju verða 5 vitar.

 

VOILA, ready! 🙂

 

Það sem er svo sniðugt við þessa aðferð er að maður getur undirbúið þetta daginn áður. Þegar ég var að gera svona vefjur áður en ég gerði þessa aðferð þá vildi ég aldrei gera þær daginn áður því þá verða vefjurnar svo slepjulegar & maður vill hafa þetta alveg glænýtt & ferskt. Þannig að það er mjög sniðug lausn að græja gumsið daginn áður & þá er það eina sem maður þarf að gera daginn eftir er að smyrja á vefjurnar, strá ostinum yfir, rúlla vefjunum upp & skera!

 

19510670_10154839014479422_4863516138552713999_n
Gumsið góða! 
19510580_10154839015429422_1946565221830627740_n
Arnór minn gerði 10 vefjupakka með mér, sem betur fer því þetta tók sinn tíma.

 


19430095_10154839014879422_3348326416042203330_n
Mesti tíminn fer í að skera niður & saxa paprikuna.

 


19429965_10154839014609422_3150685928301943765_n
Allt að gerast!

 


19511607_10154839014194422_4909464462302790482_n
Svolítill subbuskapur sem myndast í kringum þetta 😉

 


19510630_10154839013984422_2588039261777748701_n
Ég gerði þrjá svona bakka um daginn 🙂 Tók sinn tíma en æði að geta græjað gumsið sem fer í vefjurnar daginn áður!

 

Þið megið endilega senda mér mynd af meistaraverkinu ykkar á Snapchat, mér finnst alltaf svo gaman að sjá þegar þið eruð að gera eitthvað sem ég er að sýna ykkur..en ég get lofað ykkur einu..það verður enginn svikinn af þessum vefjum, enginn!! Ok nema kannski einhver pjattrófa sem borðar ekki eitthvað af innihaldsefninu en mér finnst þessar vefjur mjög bragðgóðar & einnig barnvænar (nota medium salsa en ekki hot).

P.S: ok eitt sem mig langar að nefna eins & ég gerði í fyrri færslunni: passið ykkur á því að kaupa EKKI salsasósu sem er sykurlaus! Ég keypti óvart þannig fyrir brúðkaupspartýið okkar Arnórs & sem betur fer er ég það gráðug að ég fór auðvitað strax að smakka & fannst eitthvað off við vefjurnar. Þá sá ég að salsasósan var með „No sugar added“ & vá hvað það var ekki málið. Allavega fannst mér það ekki málið & bragðið allt ekki eins gott! Þessar salsasósur eru til sölu í Bónus & „No sugar added“ merkið er pííínulítið þannig maður tekur alls ekkert eftir þessu.

Jæja hef þetta ekki lengra í bili.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Þið finnið mig á Snapchat: tinnzy88 & á Instagram: tinnzy

 

TF

 

You Might Also Like

2 Comments

 • Reply
  Anna
  29. June, 2017 at 9:38 pm

  *gums

  • Tinna
   Reply
   Tinna
   29. June, 2017 at 10:22 pm

   Takk fyrir þetta Anna, búin að laga 🙂

  Leave a Reply