Beauty Hrönn Húðumhirða Lífið Makeup Snyrting

Langar þig í bjartari og sléttari húð fyrir stóra daginn? Mögnuð andlitsmeðferð !

Ég gifti mig síðasta sumar og um vorið ákvað ég að fara að skoða hvort það væru einhverjar húðmeðferðir í boði til að gera húðina mína bjartari, fallegri og mögulega aðeins sléttari (lesist unglegri haha). 

Ég var svo heppin að vera bent á húðmeðferð sem kallast Dermatude og er boðið uppá á snyrtistofunni Paradís á Laugarnesvegi. Ég las mér aðeins til um þessa meðferð og ákvað að slá til og pantaði mér tíma. Ég viðurkenni þó fúslega að ég hafði ekki mikla trú á þessu áður en ég prófaði en VÁ þvílíka snilldin sem þessi meðferð er ! Ég sá strax mun eftir 1 tíma, húðin var miklu bjartari og fallegri, áferðin mun sléttari og ég held svei mér þá að ég hafi verið unglegri líka ! Ofaná það hvað húðin verður fallegri þá er þetta algjör kósýstund og maður er alveg endurnærður þegar maður kemur út eftir klukkutíma. Ég þurfti svo mikið á því að halda að fá smá slökun á móti öllu brúðkaupsstressinu og því var þetta algjört æði fyrir mig.

paradismynd1

Ég fór í 3 tíma í heildina fyrir brúðkaupið og fannst ég sjá mikinn mun á áferðinni á húðinni og eins fannst mér húðliturinn jafnari og andlitið svo bjart og frísklegt. Ég var hjá henni Auði sem er snyrtifræðingur hjá Paradís og sér um Dermatude meðferðirnar. Hún er algjör snillingur og dekraði þvílíkt við mig í þessum tímum. Ég hlakkaði til að fara í hvert skipti ! Ég fór svo til hennar í 1 tíma fyrir jól svona til að halda húðinni við og þá fannst mér hún verða enn fínni og áferðin ótrúlega slétt og fín. 

Ég klikkaði samt alveg á því að taka fyrir og eftir myndir sökum anna vegna brúðkaupsins – ég var alltaf á einhverjum hlaupum næstum búin að missa af tímanum mínum haha

Hér eru upplýsingar um þessa meðferð:

Meðferðin felst í því að gerðar eru örsmáar ástungur á húð án minnsta sársauka. Náttúrlegar varnir líkamans bregðast samstundis við og hefja framleiðslu á kollageni og elastíni til að gera við „skaðann”. Þessar sjálfvirku viðgerðir líkamans eru 100% náttúrulegar og húðin endurnýjast innan frá.

Við þetta verður húðin þéttari og fær aftur stinnleika sem var farinn að minnka, og greinilega sést að fínar línur og smáhrukkur sléttast, húðholurnar grynnast, hringrásarferli örvast og almennt ástand húðarinnar batnar.

Hér er líka hægt að skoða video á youtube 

Ég keypti líka ótrúlega magnað rakagel sem ég er búin að vera að nota síðan síðasta sumar og finnst algjört æði ! Ég hef alltaf verið gjörn á að fá þurrkubletti í andlitið sem hefur verið erfitt að losna við en eftir að ég byrjaði að nota þetta rakagel þá hafa þessir þurrkublettir algjörlega horfið !! Svo skemmir ekki fyrir að það er yndisleg eplalykt af þessu geli. Ég nota þetta í staðinn fyrir rakakrem kvölds og morgna og húðin mín hefur aldrei verið jafn góð 🙂 Kremið er frá merki sem heitir Académie og er svona rakaserum sem er með náttúrulegu eplavatni og hyaluronic sýru. Þetta er ekki ódýrt krem en á móti þá þarf alveg svakalega lítið af því í hvert skipti svo það dugar mjög vel. Mæli alveg endalaust mikið með þessu 🙂 

44060306_1869494686474480_1598060389134761984_n

Ath að þetta er EKKI kostuð færsla heldur er ég bara í skýjunum með þessa meðferð og þetta rakagel og langar að fleiri viti af þessu 🙂 

Ég mæli alveg 200% með þessu fyrir þá sem vilja gera vel við húðina sína og fá jafnari og fallegri áferð á húðina sína. Alveg tilvalið fyrir þær sem eru að fara að gifta sig í sumar og vilja líta extra vel út á stóra daginn 🙂 

 

Ég sé að Dermatude meðferðirnar eru á tilboði núna hjá Paradís og ég mæli með því að þið prófið eitt skipti og sjáið muninn ! 

hronn

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply