Afmæli og veislur Bakstur Tinna

Langbestu (hollustu)kókoskúlurnar!

Ég var í afmæli um daginn, já eða meira fyrir svona hálfu ári tímaskynið mitt er eitthvað í ólagi, en whatever 😉 Já s.s. í þessu afmæli bauð mágkona mín upp á alls konar góðgæti. Ég var á þessum tíma í svaka átaki & fannst glatað að fara í veislur, megandi ekki borða neitt..en svo benti hún mér á að kókoskúlurnar væru mun hollari en þessar týpísku þannig ég ákvað að smakka..& NAMM! Ég hef aldrei verið fyrir þessar hefðbundnu sykurleðju kókoskúlur, verandi þessi svaaakalegi nammigrís sem ég er þá hefur mér alltaf fundist allt of mikið sykurleðjubragð af þeim. Þannig þessar kókoskúlur eru einfaldlega þær lang bestu sem ég hafði smakkað & mér finnst þær hættulega góðar!

Ég heimtaði auðvitað uppskrift & hef gert þessar kókoskúlur nokkrum sinnum síðan ég fékk uppskriftina & í dag ákvað ég að búa til einn skammt fyrir elsku besta pabba minn þannig mig langar til að deila þessari uppskrift með ykkur í leiðinni 🙂

17545176_10154573173864422_8400284265451851312_o

Einföld uppskrift:

3 dl hafrar

1 dl kókospálmasykur

1 tsk vanillusykur

2 msk kakó

2 msk koffeinlaust kaffi (ég sleppi þessu, en þetta er samt í uppskriftinni)

100 gr smjör

Þið  þurfið svo sem engar leiðbeiningar heldur er þessu öllu hnoðað vel saman, síðan eru kúlurnar gerðar & svo er þessu skellt í frystinn í svona 20 mín eða í ísskápinn í kannski klukkutíma.

P.S. EKKI gleyma velta kúlunum upp úr kókos. Þegar ég gerði þær fyrst þá sýndi ég það á snapchat & kúlurnar voru fáránlega góðar en einn fylgjandinn minn benti mér á að ég steingleymdi að setja kókosinn á þannig að þær urðu auðvitað enn betri eftir að ég gerði það..& fallegri 😉

17505391_10154573173719422_52965627001992882_o

Ég ætla svo að gera c.a. fimmfalda uppskrift af þessum kúlum fyrir brúðkaupspartýið okkar Arnórs sem er núna 14. apríl! 🙂

Njótið! 🙂

 

 TF

Þið finnið mig á Snapchat: tinnzy88 & á Instagram: tinnzy 

 

 

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply