Tinna

Tinna – Kynning

Halló halló allir saman! 🙂

Ég heiti Tinna Freysdóttir & er 28 ára Hafnfirðingur.
Ég er með B.S. gráðu í ferðamálafræði og tók viðskiptafræði sem aukagrein.
Er gift honum Arnóri mínum sem er 25 ára Rafvirki.
Haldið ykkur fast, við kynntumst á Compare hotness, ok….meira um það síðar!
Við hittumst fyrst þann 19. febrúar 2011 (já ég er algjör dagsetningar perri) & 14. apríl sama ár ákváðum við að við værum kærustupar.
Við trúlofuðum okkur 14. apríl 2014 & giftum okkur 26. ágúst síðastliðinn, höfðum þetta súper einfalt, það kom prestur heim & gifti okkur. Svo fórum við á hótel í eina nótt en við ætlum að halda brúðkaupspartý í apríl 2017 & við hlökkum mikið til.

kynning-1

Við eigum tvö börn, Óla Frey, þriggja ára & Elínu Köru, eins árs.
Við eigum sem sagt einn þriggja ára prins & eina eins árs dömu, já það er mikið fjör á heimilinu! 🙂

kynning-20

Svo má ekki gleyma kisunum Dexter & Aríu. Okkur þykir alveg ofboðslega vænt um þau.
Dexter er fimm ára & Aría er tveggja ára. Ég varð bara að hafa þau með þar sem þau eru auðvitað partur af fjölskyldunni 😉

img_3183

Við búum á Völlunum í Hafnarfirði, keyptum okkur litla sæta íbúð í sumar & ætlum að njóta þess að vera hér áður en við þurfum að stækka við okkur (já það mun vera þörf á því, vegna þess að þetta er LÍTIL & sæt íbúð haha).
Við erum mikið fyrir það að hugsa um parktísk atriði & sparnaðarráð & sjáum lífið í rauninni sem level sem maður klifrar hægt & rólega í gegnum. Þannig við erum því mjög þolinmóð & tökum engu sem sjálfsögðum hlut.

 

kynning-19

kynning-3

tt

 

You Might Also Like