Matur Tinna

Kjúklingaborgarar: Fabrikku-style

Ok sorry með mig, kannski ekki besta myndin, ljótt en svakalega gott! 😀 Og já ég veit, ég set mikið krydd á franskarnar..átti eftir að bæta fullt við meira segja hoho..

Ég elska Neyðarlínuna á Hamborgarafabrikkunni. Alltaf þegar við Arnór förum þangað þá fáum við okkur Neyðarlínuna og breytum í kjúkling. Þetta er alveg fáránlega gott!

Alltaf þegar einhver sem ég þekki er að fara á Fabrikkuna þá segi ég viðkomandi að prufa þetta (eða þú veist, mæli með því) og fæ alltaf sama svarið, að þetta sé bara geggjað gott….treystið mér bara, það verður enginn svikinn! 😉

En stundum langar okkur mikið í Neyðarlínuna en það er ekkert alltaf hægt að fara út að borða, þannig að við erum núna tvisvar sinnum búin að gera þetta bara heima, sem er líka mjög gott! 🙂 Ég mæli með því að næst þegar ÞÚ ferð á Fabrikkuna að smakka Neyðarlínuna og breyta í kjúkling (mér finnst það algjört möst!). En ég mæli líka með því að gera þetta bara heima, þegar ekki gefst tími til þess að fara út að borða. Þegar ég segi “gera þetta bara heima” þá meina ég auðvitað gera eftirlíkingu af Neyðarlínunni, sem verður auðvitað ekki alveg eins á bragðið, en samt, mjög gott! 😀 Fullkomin föstudags- eða laugardagsmáltið.

Það sem þarf:

Hamborgarabrauð

Kjúklingabringur

Hamborgarafabrikku sósan

Heinz chilli tómatsósa

Jalapeno (til að blanda við Heinz sósuna)

Grænmeti (við vorum með kál, gúrku, tómata og papriku)

Pepperoni

Franskar (auðvitað ekki nauðsyn, en mjög gott að hafa með! ;))

16265546_10154411224754422_4583523077353185978_n

Þetta er hrikalega auðvelt, það þarf bara að grilla eða steikja kjúklingabringurnar, við skárum (..eða já nei ekki við heldur Arnór hehe) bringurnar þvert yfir. Síðan er peperoniið líka steikt eða grillað. Síðan er jalapenoið skorið niður og blandað við Heinz sósuna (bara fyrir þá sem vilja sterkt). Svo er það bara raða öllu á, kjúllanum, pepperoninu, grænmetinu og setja sósu. Já og ekki gleyma að setja franskarnar inn þegar þið byrjið að elda eins og við Arnór gerðum í gær! 😉 Á Fabrikkunni fær maður Tabasco sósu með á diskinn, en ég nota hana aldrei enda bara smekksatriði.

16195828_10154411224759422_7905102051291325903_n

Heinz sósan með jalapeno út í..namminamm 🙂 Varúð, ekki fyrir viðkvæma 😉 En borgarinn heitir Neyðarlínan því hann er sterkur! 🙂

16406739_10154411224749422_7993984270970825039_n

Mæli með að prufa, sjúklega einfalt og gott.

Ég sýndi þetta líka á Snapchat í gær ef þið viljið fylgjast með mér þar þá er það meira en velkomið: tinnzy88

<3

TF

You Might Also Like

No Comments

Leave a Reply